Nýjustu fréttirnar

 • old.jpg

   

  Skólafærninámskeið foreldra 1. bekkinga

  Laugardaginn 13. september var loka dagur Skólafærninámskeiðs fyrir foreldra 6 ára barna.

  Þennan dag námskeiðsins komu bæði börn og foreldrar saman og tóku þátt í hinum ýmsu þrautum og leikjum sem voru framkvæmdar inni og úti.  Gleði og ánægja skein úr andlitum bæði foreldra og barna. Námskeiðið endaði á að allir gæddu sér á pizzu sem foreldrafélagið bauð upp á.

  Fleiri myndir af námskeiðinu  má sjá undir tenglinum Myndasafn á heimasíðunni undir tenglinum 2014-2015/1. bekkur

   

   

   

   

   

   

 • minute

  18.september var haldin skemmtun á sal sem afmælisnefnd skólans stóð fyrir en Ölduselsskóli á 40 ára starfsafmæli þetta skólaárið.  Reglulega uppákomur verða í vetur í tilefni þess.

  Nánar...
 • Grurhs

  Í tilefni þess að í dag er dagur íslenskrar náttúru fór 4.bekkur í borgarbýlið í Seljahverfi til að skoða sig um. Borgarbýlið í Seljahverfi er verkefni á vegum borgarinnar þar sem verið er að skapa samfélagsgarð við Jaðarsel. Hægt er að skoða meira um verkefnið á  http://seljagardur.is/

  Nánar...
 •  

  9 bekkur

  Lífsleikni í 9. bekk

  Föstudaginn 29. ágúst fór 9. bekkur saman í göngutúr í lífsleikni. Leiðin lá í Elliðaárdal en við náðum þó ekki alveg eins langt of við vildum en enduðum hjá kanínunum. Eins og sjá má á myndinni þá var mikið fjör og hafa nemendur í unglingadeild greinilega gaman af því að vera úti. Kanínunum fannst það því miður ekki eins gaman en sluppu þó frá fjörugum nemendum. 

   

 • Kæru nemendur og foreldrar.

  Ölduselsskóli verður settur í 39. sinn föstudaginn 22. ágúst næstkomandi á sal skólans. Nemendur mæta þann dag sem hér segir:

  • 1. - 4.  bekkur kl. 09.00


  • 5. -.7.  bekkur kl. 10.00


  • 8. -10. bekkur kl. 11.00  Nánar...
 • kleppurTveir hópar úr valgreininni starfskynningar fóru í heimsókn á Klepp í vetur og fengu frábæra kynningu á starfsemi Kleppsspítala, geðsjúkdómum og forvörnum. Það var móðir nemanda í 10.bekk sem bauð nemendum í þessa góðu heimsókn en hún starfar á öryggisdeild spítalans sem sjúkraliði.

  Nánar...

Tilkynningar

 • hs.gif

   Samræmdu prófin verða sem hér segir:


  22. september - 10. bekkur, íslenska
  23. september - 10. bekkur, enska
  24. september - 10. bekkur, stærðfræði
  25. september - 4. og 7. bekkur - íslenska
  26. september - 4. og 7. bekkur - stærðfræði

 • Í þessum glugga munu koma tilkynningar er varða skólastarfið.

Nýlegar myndir

Skólavinir

 skolavinir

Skólavinir vikuna 19.-25. september eru:
Agata, Ingveldur Þóra, Íris Eva, Bragi og Þorsteinn.

 

Nemendaráð - tilkynningar