Ölduselsskóli

Grunnskóli, 1.-10. bekkur

Öldusel 17
109 Reykjavík

""

Skóladagatal Ölduselsskóla

Hér finnur þú skóladagatal Ölduselsskóla. Í skóladagatali eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir foreldra og forráðamenn.

Matur í grunnskólum

Flestir grunnskólanemendur eru í mataráskrift. Skólamatur kostar það sama í öllum skólum. Ekki þarf að greiða mataráskrift fyrir fleiri en tvö börn frá sama heimili.

Um Ölduselsskóla

Ölduselsskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur frá 1.-10. bekk og stendur við Öldusel 17 í Reykjavík. Nemendur skólans eru um 500 og starfsfólk rúmlega 80. Ölduselsskóli tók til starfa haustið 1975 og er einn af grunnskólum Reykjavíkurborgar. Eins og aðrir skólar borgarinnar, heyrir hann undir Skóla- og frístundasvið og tekur námskrá skólans mið af skólastefnu borgarinnar og framtíðarsýn.

Einkunnarorð Ölduselsskóla eru færni, virðing og metnaður, þar sem lagt er upp með að starfsmenn og nemendur leitist við að sýna metnað í starfi og geri kröfur til sjálfra sín, leitist við að bæta færni sína á sem flestum sviðum og beri virðingu fyrir sér, öðrum og umhverfinu.

Frístundaheimilið Vinaheimar er fyrir börn í 1.-4. bekk í Ölduselsskóla og félagsmiðstöðin Hólmasel býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.

Stjórnendateymi Ölduselsskóla

Skólastjóri er Elínrós Benediktsdóttir

Aðstoðarskólastjóri er Erla Erlendsdóttir

Aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri stoðþjónustu er Eygló Guðmundsdóttir

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Ölduselsskóla er: Eygló Guðmundsdóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​

Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?

Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.

Skólastarfsemi

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Ölduselsskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.

 Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Fjölmargt er hægt að gera með börnunum og með því að hafa jákvæð samskipti milli barna og foreldra í leik og hópefli hefur það jákvæð áhrif á líðan nemanda í skóla og eykur sjálfstraust nemenda.

Í foreldrafélagi Ölduselsskóla 2022-2023 sitja:

Guðmundur Magnús Daðason – Formaður
Falasteen Libdeh – Gjaldkeri
Aldís Bjarnadóttir – Meðstjórnandi
Ágústa Ýr Þorbergsdóttir – Meðstjórnandi
Björk Hauksdóttir – Meðstjórnandi
Ingunn Kristín Ólafsdóttir – Meðstjórnandi
Ólöf Birna Björnsdóttir - Meðstjórnandi

 

Bekkjarfulltrúar og bekkjarstarf
Á fundi með foreldrum eru valdir tveir eða fleiri bekkjarfulltrúar foreldra í hverjum bekk. Hlutverk bekkjarfulltrúa er að halda utan um og koma að skipulagningu bekkjarstarfs með það að markmiði að styrkja samskipti og vináttu innan bekkjardeilda ásamt því að styrkja samband á milli foreldra í hópnum. Bekkjarfulltrúar og umsjónarkennarar eru í virku og góðu sambandi.

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að vera tengiliðir og verkstjórar, þeir:

  •  taka þátt í starfi foreldrafélagsins og virkja aðra foreldra til samstarfs
  • skipuleggja bekkjarskemmtun utan skólatíma til að nemendur og foreldrar hittist
  • skipuleggja vinahópa
  • skipuleggja heimsóknir foreldra í bekki einu sinni á skólaári í samráði við kennara
  • skapa vettvang fyrir foreldra til að hittast og kynnast
  • mæta á aðalfund foreldrafélagsins sem haldinn er í byrjun skólaárs

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.

Nánar er fjallað um hlutverk ráðsins í reglugerð 1157/2008 og þar segir að skólaráð:

  1. fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
  2. fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar.
  3. tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið.
  4. fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
  5. fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum.
  6. fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, mennta- og menningarmálaráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað.
  7. tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitarstjórnar.

Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.

Ráðið setur sér vinnuáætlun og verkefnaskrá fyrir skólaárið, ákveður hve oft verður fundað, á hvað er lögð áhersla og svo framvegis 

Í skólaráði Ölduselsskóla 2022-2023 sitja:

Skólastjóri: Una Jóhannesdóttir (í leyfi Elínrós Benediktsdóttir)                 

Aðstoðarskólastjóri: Erla Erlendsdóttir                           

Fulltrúi kennara: Heiðrún Ólöf Jónsdóttir               

Fulltrúi kennara: Rut Indriðadóttir                            

Fulltrúi almenns starfsfólks: Sólveig Guðmundsdóttir             

Fulltrúi foreldra: Hrönn Jónsdóttir                            

Fulltrúi foreldra: Ágústa Þorbergsdóttir                  

Fulltrúi nemenda 10. b.: Rita Zogaj                                          

Fulltrúi nemenda 9. b.: Hugi Gunnarsson                         

Fulltrúi grenndarsamfélags: Ólafur Jóhann Borgþórsson             

Skólahverfi Ölduselsskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Ölduselsskóla.