Þriðjudagurinn 28. apríl
 • IMG_5971
 • IMG_5972
 • IMG_5973
 • IMG_5974
 • IMG_5976
 • IMG_5979
 • IMG_5980
 • IMG_5982
 • IMG_5983
 • IMG_5986
 • IMG_5987
 • IMG_5988
 • IMG_5990
 • IMG_5991
 • IMG_5992
 • IMG_5993
 • IMG_5994
 • IMG_5995
 • IMG_5996
 • IMG_5997
 • IMG_5998
 • IMG_5999
 • IMG_6000
 • IMG_6001
 • IMG_6002
 • IMG_6003
 • IMG_6004
 • IMG_6005
 • IMG_6006
 • IMG_6007
 • IMG_6008
 • IMG_6009
 • IMG_6010
 • IMG_6011
 • IMG_6012
 • IMG_6013
 • IMG_6014
 • IMG_6015
 • IMG_6016
 • IMG_6017
 • IMG_6018
 • IMG_6019
 • IMG_6020
 • IMG_6021
 • IMG_6022
 • IMG_6023
 • IMG_6024
 • IMG_6025
 • IMG_6026
 • IMG_6027
 • IMG_6028
 • IMG_6029
 • IMG_6030
 • IMG_6031
 • IMG_6032
 • IMG_6033
 • IMG_6034
 • IMG_6035
 • IMG_6036
 • IMG_6037
 • IMG_6038
 • IMG_6039
 • IMG_6042
 • IMG_6043
 • IMG_6044
 • IMG_6045
 • IMG_6046
 • IMG_6047
 • IMG_6048
 • IMG_6049
 • IMG_6050
 • IMG_6051
 • IMG_6052
 • IMG_6056
 • IMG_6057
 • IMG_6058
 • IMG_6059
 • IMG_6060
 • IMG_6061
 • IMG_6062
 • IMG_6063
 • IMG_6064
 • IMG_6065
 • IMG_6066
 • IMG_6067
 • IMG_6068
 • IMG_6069
 • IMG_6070
 • IMG_6071
 • IMG_6072
 • IMG_6073
 • IMG_6074
 • IMG_6075
 • IMG_6076
 • IMG_6077
 • IMG_6078
 • IMG_6079
 • IMG_6080
 • IMG_6081
 • IMG_6082
 • IMG_6083
 • IMG_6088
 • IMG_6089
 • IMG_6090
 • IMG_6091
 • IMG_6092
 • IMG_6093
 • IMG_6095
 • IMG_6096
 • IMG_6097
 • IMG_6098
 • IMG_6100
 • IMG_6101
 • IMG_6102
 • IMG_6103
 • IMG_6104
 • IMG_6105
 • IMG_6106
 • IMG_6107
 • IMG_6108
 • IMG_6109
 • IMG_6110
 • IMG_6111
 • IMG_6112
 • IMG_6113
 • IMG_6114
 • IMG_6115
 • IMG_6116
 • IMG_6117
 • IMG_6118
 • IMG_6119
 • IMG_6120
 • IMG_6121
 • IMG_6122
 • IMG_6123
 • IMG_6124
 • IMG_6125
 • IMG_6126
 • IMG_6127
 • IMG_6128
 • IMG_6129
 • IMG_6130
 • IMG_6131
 • IMG_6132
 • IMG_6133
 • IMG_6134
 • IMG_6135
 • IMG_6136
 • IMG_6137
 • IMG_6138
 • IMG_6139
 • IMG_6140
 • IMG_6143
 • IMG_6144
 • IMG_6145
 • IMG_6146
 • halli_dagur

 

Skrúðganga

IMG 5976

Í tilefni af sumardeginum fyrsta og 40 ára afmælishátíðar skólans, var blásið í veislu í Ölduselsskóla.  Farið var í skrúðgöngu, borgarstjóri Reykjavíkur Dagur B. Eggertsson var með okkur í skrúðgöngunni ásamt skólahljómsveit Árbæjar- og Breiðholts.  Veðrið lék við okkur og gekk allt eins vel og á verður kosið.  Eftir skrúðgöngu fengu allir nemendur pylsur og ís á eftir.  
Allir skemmtu sér hið besta.
Fleiri myndir má sjá hér 

Skólahljómsveit í heimsókn

IMG 5956

B-sveit Skólahljómsveitar Árbæjar- og Breiðholts kom í heimsókn í Ölduselsskóla í morgun til 2. 3. og 4. bekkinga, kynntu fyrir þeim hljóðfæri og tóku nokkur lög.  Þökkum við hljómsveitinni kærlega fyrir komuna, virkilega flott hjá þeim.
Sjá fleiri myndir hér

 

Afmælisskrúðganga

Parade130402

Í tilefni af 40 ára afmælis Ölduselsskóla ætlum við að fara í afmælisskrúðgöngu miðvikudaginn 22. apríl 
Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts mun leiða gönguna með gleðitónum og munum við labba stuttan hring og enda við íþróttahús og borða pylsur með tilheyrandi.

Nýtt skóladagatal

 skoladagatal nytt

Sú breyting hefur verið gerð á skóladagatali Ölduselsskóla að vorhátíð sem vera átti 21. maí hefur verið flutt fram um einn dag og verður því 20. maí.
Breytingin hefur verið staðfest í skólaráði skólans.

Börkur Vígþórsson
Skólastjóri Ölduselsskóla

Páskafrí

paskar 2

Páskafrí verður í Ölduselsskóla frá og með 30. mars.  
Kennsla hefst aftur samkvæmt stundarskrá þriðjudaginn 7. apríl

Gleðilega páska.

 

Easter break will begin in Ölduselsskóli on March 30th.
School begins again on Tuesday, April 7th according to the school schedule.


Happy Easter.

Páskabingó

 paskar

Páskabingó
Miðvikudaginn 25. mars standa 10. bekkingar
fyrir páskabingói á sal skólans til styrktar
árlegri útskriftarferð þeirra.
Bingóið hefst kl. 17:30.
Spjaldið kostar 350 kr. og tvö spjöld 600 kr.
Nemendur 10. bekkjar munu einnig selja grillaðar samlokur, kaffi, gos
og bakkelsi á vægu verði.
Allir velkomnir, ömmur, afar, frændur og frænkur 
Hvetjum alla til að mæta á þessa frábæru fjölskylduskemmtun og
eiga góða stund saman. Glæsilegir vinningar!!!!
Vinsamlega athugið að ekki er hægt að greiða með kortum.
10. bekkur

Sólmyrkvi 20. mars

IMG 5843

Nemendur og starfsfólk Ölduselsskóla fóru í morgun út á skólalóð upp úr klukkan 9 til að virða fyrir sér sólmyrkvann.  Allir höfðu fengið þar til gerð gleraugu og var þetta tignarleg sjón.
Sjá nokkrar myndir HÉR

IMG 5880

 

Ölduselsskóli í 2. sæti í lokahátið upplestrarkeppninnar

10487678 10205451676565410 1427785603 n1

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar í Breiðholti fór fram í Breiðholtskirkju fimmtudaginn 12. mars 2015. Þátttakendur voru frá Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Hólabrekkuskóla, Seljaskóla og Ölduselsskóla, tveir nemendur frá hverjum skóla. Nemendur lásu texta úr bók Guðrúnar Helgadóttur Öðruvísi fjölskylda, ljóð eftir Anton Helgaon og sjálfvalið ljóð. Keppendur Ölduselsskóla  voru Steinunn Leifsdóttir, 7. BJ og Þorbjörg Jónasdóttir, 7.EI.  sem báðar stóðu sig með miklum sóma en Þorbjörg Jónasdóttir varð í öðru sæti í lokakeppninni. Úrslitin urðu eftirfarandi: 1. sæti  Þór Hallgrímsson Hólabrekkuskóla 2. sæti Þorbjörg Jónasdóttir Ölduselsskóla og 3. sæti og Diljá Björg Matthíasdóttir. Til hamingju með frábæran árangur. 

Nánari myndir frá keppninni má sjá HÉR

 

Skákfréttir

Skákmenn úr Ölduselsskóla í verðlaunasætum

Vaskir skákmenn úr Ölduselsskóla náðu verðlaunasæti á úrslitum barna blitz hraðskákmótsins sem haldið var í Hörpunni nú um helgina. Átta krakkar á barnaskólaaldri unnu sér keppnisrétt á mótinu og átti Ölduselsskóli þrjá fulltrúa í úrslitunum, þá Stefán Orra Davíðsson (3. bekk), Óskar Víking Davíðsson (4. bekk) og Mykhaylo Kravchuk (6. bekk). Keppt var með útsláttarfyrirkomulagi og sló Óskar Víkingur yngri bróður sinn, Stefán Orra úr leik í fyrstu umferð. Leikar fóru svo að Vignir Vatnar Stefánsson hampaði gullinu, en Mykhaylo varð í öðru sæti og Óskar Víkingur því þriðja, sem er frábær árangur hjá þeim félögum. 

Kjarninn úr skákliði Ölduselsskóla, þeir Mykhaylo, Óskar Víkingur, Alec Elías Sigurðarson (10. bekk) og Stefán Orri  tefla þessa dagana á stærsta skákmóti ársins í Hörpu á Reykjavík Open, þar sem 274 skákmenn úr öllum heimshornum og á öllum aldri etja kappi. Okkar menn hafa allir staðið sig með prýði, Stefán Orri er nú með tvo vinninga og Mykhaylo með 2,5 vinninga, en hann er einnig ríkjandi skólameistari Ölduselsskóla. Alec Elías er með þrjá vinninga og Óskar Víkingur hefur náð 3,5 vinningum í hús. Hann hefur reyndar staðið í ströngu á árinu en hann varð Íslandsmeistari barna í byrjun ársins og hlaut einnig nýverið silfurverðlaun á Norðurlandamótinu í skólaskák í sínum flokki.

Hægt er að fylgjast með árangri okkar manna á www.reykjavikopen.com og www.skak.is

Heimsókn í 8.bekk

Heimsókn í 8. bekk

Miðvikudaginn 11. mars fengu nemendur í 8. bekk heimsókn frá Blindrafélaginu. Brynja Arthúrsdóttir kom og fræddi nemendur um  sjónmissi, blindu og sjónskerðingu en sjálf missti Brynja sjónina þegar hún var tuttugu og níu ára gömul. Hún sýndi nemendum ýmis hjálpartæki sem blindir nota í sínu daglega lífi og nemendur spurðu um það sem þá langaði að vita um lífið án sjónar. Brynja hefur komið til okkar í Ölduselsskóla og spjallað við nemendur í 8. bekk undanfarin ár og höfum við verið afar ánægð með heimsóknir hennar. 

heimsókn í 8.bekk

 

Skoða greinasafn

PrentaNetfang