Laugardagurinn 31. janúar
 • IMG_5448
 • IMG_5449
 • IMG_5450
 • IMG_5451
 • IMG_5452
 • IMG_5453
 • IMG_5454
 • IMG_5455
 • IMG_5456
 • IMG_5457
 • IMG_5458
 • IMG_5459
 • IMG_5460
 • IMG_5461
 • IMG_5462
 • IMG_5466
 • IMG_5467
 • IMG_5468
 • IMG_5469
 • IMG_5470
 • IMG_5471
 • IMG_5472
 • IMG_5473
 • IMG_5474
 • IMG_5475
 • IMG_5476
 • IMG_5477
 • IMG_5478
 • IMG_5479
 • IMG_5480
 • IMG_5481
 • IMG_5482
 • IMG_5483
 • IMG_5484
 • IMG_5485
 • IMG_5486
 • IMG_5487
 • IMG_5488
 • IMG_5489
 • IMG_5490
 • IMG_5491

 

Þorrinn og skemmtun á sal.

IMG 5486

 

Síðastliðinn föstudag var bóndadagur og þorrinn gekk í garð.  Gerðum við í Ölduselsskóla þennan dag eins þjóðlegan og kostur var á, nemendur og starfsfólk var hvatt til að koma í lopapeysu eða einhverju þjóðlegu, skemmtun var á sal þar sem þorralög voru sungin ásamt fleiru.  Gunnar kokkur og starfsfólkið í eldhúsinu buðu upp á þorramat við mis mikla hrifningu nemenda :) Sjá myndir HÉR

 

Föstudaginn 30. janúar var skemmtun á sal á vegum afmælisnefndar skólans, komu nemendur fram og spiluðu og sungu og einnig kom hún Helga Sæunn Þorkelsdóttir og söng tvö lög en hún er fyrrverandi nemandi skólans.  Sjá myndir frá skemmtuninni hér

Bóndadagur og þorrinn

Þorri er nafnið á fjórða mánuði vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á laugardegi áður en góa tekur við. Sá laugardagur er nefndur þorraþræll.

 

thorramatur

 

 

Fyrsti dagur í þorra er kallaður bóndadagur og þekkist það nafn frá því á miðri 19. öld. Þann dag á húsmóðir að gera vel við bónda sinn í mat.

 

Nánari fræðslu um Þorrann má sjá á vísindavefnum: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=58509

Starfsdagur og annarskil

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Samkvæmt skóladagatali er starfsdagur í Ölduselsskóla mánudaginn 19. janúar, enginn skóli verður þann dag.
Þriðjudaginn 20. janúar verður foreldradagur.  
Nemendur koma þá með foreldrum sínum í viðtal hjá kennara á þeim tíma sem valinn var í Mentor.

Kennsla hefst aftur samkvæmt skóladagatali miðvikudaginn 21. janúar.


 


Dear Parents / Guardians.

According to the school calendar , next Monday, January 19th  is an organization day in Ölduselsskóli. And there will be no teaching that day.  School will be closed.

Thusday 20th january is an interwiew day for parents and students.  There will be no lessons that day.
Students will then come with their parents for an interview with the teacher, as scheduled in Mentor.

Teaching begins again on Wednesday January 21st  according to schedule.Fimmtudagsfræðslan

Fimmtudagsfræðslan

Opin fræðsla fyrir foreldra í Breiðholti annan hvorn fimmtudag.

Þjónustumiðstöð Breiðholts í samvinnu við Menntun Núna og Menningarmiðstöð Gerðubergs.

Ágætu foreldrar.

Hafið þið áhuga á að kynna ykkur styðjandi og árangursríkar leiðir í uppeldi? Er erfitt að fá börnin í háttinn á kvöldin, til að vakna á morgnana eða að læra heima?

Guðný Júlía Gústafsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafar frá Þjónustumiðstöð Breiðholts kynna styðjandi leiðir og aðferðir og kynna PMTO foreldranámskeið í Gerðubergi fimmtudaginn 15. janúar kl. 17.00-18.30. Boðið er upp á afþreyingu fyrir börnin á bókasafni á meðan á fræðslunni stendur.

brh

Fræknir skákmenn í Ölduselsskóla

OVD1

Laugardaginn 10. janúar dag tryggði Óskar Víkingur Davíðsson, nemandi í 4. bekk Ölduselsskóla, sér sigur á æsispennandi Íslandsmóti barna.
Stefán Orri, bróðir hans og nemandi í 3. bekk, sigraði einnig í sínum aldursflokki og varð í 4. sæti á heildarmótinu.
Fleiri drengir úr skólanum tóku þátt; Baltasar Máni 4. bekk lenti í 9. sæti, Brynjar Haraldsson 5. bekk í því 14. og Birgir Logi 4. bekk í 20.

ÓskarVíkingur mun síðar á árinu verða fulltrúi Íslands á Norðurlandamóti í skólaskák.

Frétt um mótið er hér: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1575834/

OVD

Gjafir til skólans

skjar

Á árinu 2014 hafa skólanum borist tvær veglegar peningagjafir. Annars vegar er um að ræða  gjöf frá Steingrími og Bergnýju sem þakklætisvott vegna veru barna þeirra í Ölduselsskóla. Gjöfina afhentu þau þegar yngsta dóttir þeirra, Vala, útskrifaðist úr 10. bekk síðastliðið vor. Hinsvegar er gjöf frá Seljakirkjusókn sem gefin var skólanum við stafslok séra Valgeirs Ástráðssonar að hans ósk.

Við þökkum þessar veglegu gjafir.  Þær gerðu okkur mögulegt að kaupa tvo upplýsingaskjái sem er ætlað að miðla upplýsingum um ýmislegt er varðar daglegt starf í skólanum til nemenda og starfsfólks.  Annar skjárinn er staðsettur  við sal skólans og hinn á kaffistofu starfsfólks.

Það er von okkar að þessir skjáir verði til að bæta enn upplýsingaflæði í skólanum, okkur öllum til gagns og vonandi líka gamans.

Við þökkum enn og aftur þessar veglegu gjafir og hlýjan hug í garð skólans.

Gleðilegt nýtt ár

flugeldar

Gleðileg jól

Starfsfólk Ölduselsskóla óskar nemendum sínum og fjölskyldum þeirra 
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Kennsla á nýju ári hefst 5.janúar.

 

jolakort
Xenia 9.JB

 

  mynd1

 Guðrún Randý 3.NBS

Síðustu dagarnir fyrir jólin

jolatre  Síðustu dagar fyrir jól

18. DESEMBER – FIMMTUDAGUR

Nemendur í 1.- 4. bekk

Hefðbundinn skóladagur þ.e. nemendur mæta í skólann kl. 8:30

Nemendur á yngsta stigi sjá jólaleikrit Möguleikhússins „Smiður jólasveinanna“  í íþróttasal kl. 9. Þennan dag verður jólamatur í mötuneytinu. Nemendur fara í gómsætan hádegisverð kl.11:20.  Skóla lýkur á venjulegum tíma.

Nemendur í 5.-7. bekk

Nemendur mæta í skólann kl. 8:10. Jólasmiðjur í stofum til kl 10:00 og kl 10:20 hefst jólabíó á sal. Klukkan kl. 12:00 fá nemendur gómsætan jólamat en að honum loknum fara þeir heim.

Nemendur í 8. – 10. bekk

Nemendur mæta í skólann kl. 9:00. 8. bekkur fer með strætó á skauta á skautasvellið í Laugardal. (ath. að klæða sig eftir veðri og hitastigi). 9. og 10. bekk verður skipt upp í hópa milli stofa á unglingagangi.

Kl. 12 hitta nemendur umsjónarkennara í stofum og kl. 12:40 fá þeir gómsætan jólamat. Að honum loknum, um kl. 13:15 er samveru- og kveðjustund í Seljakirkju.

Um kvöldið er jólaskemmtun þar sem umsjónarkennarar unglingastigs mæta, skemmta sér með nemendum og sjá um gæslu.

 

 

19. DesembeR - Föstudagur

Nemendur í 1.- 4. bekkur kl. 9:00 -10:30

Nemendur mæta í umsjónarstofur klukkan 9 og fara þaðan með umsjónarkennara á jólaskemmtun á sal. Að jólaskemmtun lokinni fara þeir nemendur heim sem ekki eru skráðir í gæslu.

Nemendur í 2. og 4. bekk sjá um skemmtiatriði og nemendur í 8. bekk flytja jólavísur. Dansað í kringum jólatré – og kannski koma jólasveinar.

Ef foreldrar þurfa á gæslu að halda fyrir börn sín fram að jólaskemmtun  milli 7:45-9:00 og eftir jólaskemmtun  frá 10:30 til kl. 13:30 verða þeir að skrá börn sín í gæslu  á skrifstofu skólans, annað hvort í síma 4117470 eða með tölvupósti í netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi miðvikudaginn 17. desember.

Opið er í Vinaheimum frá kl. 10:30 með stuðningi starfsfólks Ölduselsskóla fram að hefðbundnum opnunartíma kl. 13:30.

Nemendur í 5.-7.bekk kl. 10:00- 11:30

Nemendur mæta í umsjónarstofu kl. 10:00 og halda stofujól með umsjónarkennurum.

kl. 11:00: Jólaskemmtun 5. – 7. bekkja á sal skólans.

Nemendur í 6. bekk flytja jólaleikrit og í lokin dansað í kringum jólatré. Tveir til þrír jólasöngvar og –dansar.

Nemendur í 8. - 10. bekk – Jólaleyfi (nema leikarar í 8. bekk)

 

Jólakortasamkeppni - úrslit

Í dag fór dómnefndin okkar yfir þau jólakort sem komin voru í jólakortasamkeppnina okkar.
Sigurvegarar voru:

jolakort
Xenia 9.JB

 

mynd1

Guðrún Randý 3.NBS

 

Óskum þeim hjartanlega til hamingju og þökkum öllum fyrir þátttökuna :)
Fleiri myndir frá samkeppninni má sjá HÉR

 

 

Skoða greinasafn

PrentaNetfang