Föstudagurinn 19. desember
 • IMG_4945
 • IMG_4946
 • IMG_4947
 • IMG_4948
 • IMG_4949
 • IMG_4950
 • IMG_4951
 • IMG_4952
 • IMG_4953
 • IMG_4954
 • IMG_4955
 • IMG_4956
 • IMG_4957
 • IMG_4959
 • IMG_4960
 • IMG_4961
 • IMG_4962
 • IMG_4963
 • IMG_4964
 • IMG_4965
 • IMG_4966
 • IMG_4967
 • IMG_4968
 • IMG_4969
 • IMG_4970
 • IMG_4971
 • IMG_4972
 • IMG_4973
 • IMG_4974
 • IMG_4975
 • IMG_4976
 • IMG_4977
 • IMG_4978
 • IMG_4979
 • IMG_4980
 • IMG_4981
 • IMG_4982
 • IMG_4983
 • IMG_4984
 • IMG_4985
 • IMG_4986
 • IMG_4987
 • IMG_4988
 • IMG_4989
 • IMG_4990
 • IMG_4991
 • IMG_4992
 • IMG_4993
 • IMG_4994
 • IMG_4995
 • IMG_4996
 • IMG_4997
 • IMG_4998
 • IMG_4999
 • IMG_5000
 • IMG_5001
 • IMG_5002
 • IMG_5003
 • IMG_5004
 • IMG_5005
 • IMG_5006
 • IMG_5007
 • IMG_5008
 • IMG_5009
 • IMG_5010
 • IMG_5013
 • IMG_5014
 • IMG_5015
 • IMG_5017
 • IMG_5018
 • IMG_5019
 • IMG_5020
 • IMG_5021
 • IMG_5022
 • IMG_5023
 • IMG_5024
 • IMG_5025
 • IMG_5026
 • IMG_5027
 • IMG_5028
 • IMG_5029
 • IMG_5030
 • IMG_5031
 • IMG_5032
 • IMG_5033
 • IMG_5034
 • IMG_5035
 • IMG_5036
 • IMG_5037
 • IMG_5038
 • IMG_5039
 • IMG_5040
 • IMG_5041
 • IMG_5042
 • IMG_5043
 • IMG_5044
 • IMG_5045
 • IMG_5046
 • IMG_5047
 • IMG_5048
 • IMG_5049
 • IMG_5050
 • IMG_5051
 • IMG_5052
 • IMG_5054
 • IMG_5055
 • IMG_5056
 • IMG_5057
 • IMG_5058
 • IMG_5059
 • IMG_5060
 • IMG_5061
 • IMG_5062
 • IMG_5063
 • IMG_5064
 • IMG_5065
 • IMG_5067
 • IMG_5068
 • IMG_5069
 • IMG_5070
 • IMG_5071
 • IMG_5072
 • IMG_5073
 • IMG_5074
 • IMG_5075
 • IMG_5076
 • IMG_5077
 • IMG_5078
 • IMG_5079
 • IMG_5080
 • IMG_5081
 • IMG_5082
 • IMG_5083
 • IMG_5084
 • IMG_5085
 • IMG_5086
 • IMG_5087
 • IMG_5088
 • IMG_5089
 • IMG_5090
 • IMG_5091
 • IMG_5092
 • IMG_5093
 • IMG_5094
 • IMG_5096
 • IMG_5097
 • IMG_5098
 • IMG_5099
 • IMG_5100
 • IMG_5101
 • IMG_5102
 • IMG_5103
 • IMG_5104
 • IMG_5105
 • IMG_5106
 • IMG_5107
 • IMG_5108
 • IMG_5109
 • IMG_5110
 • IMG_5111
 • IMG_5112
 • IMG_5113
 • IMG_5114
 • IMG_5115
 • IMG_5116
 • IMG_5117
 • IMG_5118
 • IMG_5119
 • IMG_5120
 • IMG_5121
 • IMG_5122
 • IMG_5123
 • IMG_5124
 • IMG_5125
 • IMG_5126
 • IMG_5129
 • IMG_5130
 • IMG_5131
 • IMG_5132
 • IMG_5133
 • IMG_5134
 • IMG_5135
 • IMG_5136
 • IMG_5137
 • IMG_5138
 • IMG_5139
 • IMG_5140
 • IMG_5141
 • IMG_5142
 • IMG_5143
 • IMG_5144
 • IMG_5145
 • IMG_5146
 • IMG_5147
 • IMG_5148
 • IMG_5149
 • IMG_5150

 

Gleðileg jól

Starfsfólk Ölduselsskóla óskar nemendum sínum og fjölskyldum þeirra 
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Kennsla á nýju ári hefst 5.janúar.

 

jolakort
Xenia 9.JB

 

  mynd1

 Guðrún Randý 3.NBS

Góðar gjafir til skólans

skjar

Á árinu 2014 hafa skólanum borist tvær veglegar peningagjafir. Annars vegar er um að ræða  gjöf frá Steingrími og Bergný  sem þakklætisvott vegna veru barna þeirra í Ölduselsskóla. Gjöfina afhentu þau þegar yngsta dóttir þeirra, Vala, útskrifaðist úr 10. bekk síðastliðið vor. Hinsvegar er gjöf frá Seljakirkjusókn sem gefin var skólanum við stafslok séra Valgeirs Ástráðssonar að hans ósk.

Við þökkum þessar veglegu gjafir.  Þær gerðu okkur mögulegt að kaupa tvo upplýsingaskjái sem er ætlað að miðla upplýsingum um ýmislegt er varðar daglegt starf í skólanum til nemenda og starfsfólks.  Annar skjárinn er staðsettur  við sal skólans og hinn á kaffistofu starfsfólks.

Það er von okkar að þessir skjáir verði til að bæta enn upplýsingaflæði í skólanum, okkur öllum til gagns og vonandi líka gamans.

Við þökkum enn og aftur þessar veglegu gjafir og hlýjan hug í garð skólans.

Síðustu dagarnir fyrir jólin

jolatre  Síðustu dagar fyrir jól

18. DESEMBER – FIMMTUDAGUR

Nemendur í 1.- 4. bekk

Hefðbundinn skóladagur þ.e. nemendur mæta í skólann kl. 8:30

Nemendur á yngsta stigi sjá jólaleikrit Möguleikhússins „Smiður jólasveinanna“  í íþróttasal kl. 9. Þennan dag verður jólamatur í mötuneytinu. Nemendur fara í gómsætan hádegisverð kl.11:20.  Skóla lýkur á venjulegum tíma.

Nemendur í 5.-7. bekk

Nemendur mæta í skólann kl. 8:10. Jólasmiðjur í stofum til kl 10:00 og kl 10:20 hefst jólabíó á sal. Klukkan kl. 12:00 fá nemendur gómsætan jólamat en að honum loknum fara þeir heim.

Nemendur í 8. – 10. bekk

Nemendur mæta í skólann kl. 9:00. 8. bekkur fer með strætó á skauta á skautasvellið í Laugardal. (ath. að klæða sig eftir veðri og hitastigi). 9. og 10. bekk verður skipt upp í hópa milli stofa á unglingagangi.

Kl. 12 hitta nemendur umsjónarkennara í stofum og kl. 12:40 fá þeir gómsætan jólamat. Að honum loknum, um kl. 13:15 er samveru- og kveðjustund í Seljakirkju.

Um kvöldið er jólaskemmtun þar sem umsjónarkennarar unglingastigs mæta, skemmta sér með nemendum og sjá um gæslu.

 

 

19. DesembeR - Föstudagur

Nemendur í 1.- 4. bekkur kl. 9:00 -10:30

Nemendur mæta í umsjónarstofur klukkan 9 og fara þaðan með umsjónarkennara á jólaskemmtun á sal. Að jólaskemmtun lokinni fara þeir nemendur heim sem ekki eru skráðir í gæslu.

Nemendur í 2. og 4. bekk sjá um skemmtiatriði og nemendur í 8. bekk flytja jólavísur. Dansað í kringum jólatré – og kannski koma jólasveinar.

Ef foreldrar þurfa á gæslu að halda fyrir börn sín fram að jólaskemmtun  milli 7:45-9:00 og eftir jólaskemmtun  frá 10:30 til kl. 13:30 verða þeir að skrá börn sín í gæslu  á skrifstofu skólans, annað hvort í síma 4117470 eða með tölvupósti í netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi miðvikudaginn 17. desember.

Opið er í Vinaheimum frá kl. 10:30 með stuðningi starfsfólks Ölduselsskóla fram að hefðbundnum opnunartíma kl. 13:30.

Nemendur í 5.-7.bekk kl. 10:00- 11:30

Nemendur mæta í umsjónarstofu kl. 10:00 og halda stofujól með umsjónarkennurum.

kl. 11:00: Jólaskemmtun 5. – 7. bekkja á sal skólans.

Nemendur í 6. bekk flytja jólaleikrit og í lokin dansað í kringum jólatré. Tveir til þrír jólasöngvar og –dansar.

Nemendur í 8. - 10. bekk – Jólaleyfi (nema leikarar í 8. bekk)

 

Jólakortasamkeppni - úrslit

Í dag fór dómnefndin okkar yfir þau jólakort sem komin voru í jólakortasamkeppnina okkar.
Sigurvegarar voru:

jolakort
Xenia 9.JB

 

mynd1

Guðrún Randý 3.NBS

 

Óskum þeim hjartanlega til hamingju og þökkum öllum fyrir þátttökuna :)
Fleiri myndir frá samkeppninni má sjá HÉR

 

Frábær árangur á jólaskákmóti

jolamot-olduselsskoli

Sigursveit Ölduselsskóla: Björn Ívar skákkennari, Mykhaylo Kravchuk, Óskar Víkingur, Stefán Orri, Brynjar og Erla Hlín Hjálmarsdóttir liðsstjóri.

 

Hið árlega Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs fór fram 30. nóvember síðastliðinn. Líkt og undanfarin ár var mótið afar vel sótt og að þessu sinni var metþátttaka, alls 50 skáksveitir. Ölduselsskóli sendi tvær sveitir til keppni í yngri flokki en hver sveit samanstóð af fjórum keppendum auk varamanna. A-sveit skólans vann suður-riðil þessa sama móts með miklum yfirburðum árið 2013 og á heimasíðu Taflfélags Reykjavíkur, í frétt um mótið, segir um sveitina:

„Í opnum flokki fór þar fremst a-sveit Ölduselsskóla sem mætti til leiks grá fyrir járnum með reynslumikla og sterka skákpilta á öllum borðum. Bjuggust flestir við að Ölduselsskóli myndi vinna riðilinn og tryggja sér annað af tveimur sætum í úrslitakeppni yngri flokks sem fyrirhuguð var daginn eftir. Það fór enda svo að Ölduselsskóli sigraði með miklum yfirburðum og fékk hvorki fleiri né færri en 23 vinninga í 24 skákum. Frábær árangur hjá þessari vösku sveit sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér, enda liðsmenn enn ungir að árum og munu tefla í yngri flokki næstu árin.“

B-sveit skólans var bæði skipuð reynslumiklum skákmönnum sem og nemendum sem eru að stíga sín fyrstu skref í skákinni. Þessi góða blanda virtist ná vel saman og náði sveitin ákaflega góðum árangri, 4. sæti með 14 vinninga, einungis hársbreidd frá verðlaunum. Í úrslitakeppninni, sem fram fór daginn eftir, háði a-sveitin harða keppni við a-sveit Rimaskóla. Litlu mátti muna milli liðanna en Rimaskóli sigraði að lokum, einungis hársbreidd á undan.  A-sveitin hlaut því silfur í úrslitunum, eins og í fyrra, en liðsmenn sveitarinnar eru orðnir leiðir á silfrinu og ætla sér gull á næsta ári!

Þátttakan í mótinu markaði upphaf skákvertíðar skólans en fjölmörg skólamót eru á dagskránni á næstu mánuðum og markmið skáksveita Ölduselsskóla er eins og ávallt að stefna að sigri!

Þeir sem tefldu fyrir skáksveitir skólans voru þessir:

A-sveit:

1.       Mykhaylo Kravchuk 6. bekk

         2.       Óskar Víkingur Davíðsson 4. bekk

    3.       Stefán Orri Davíðsson 3. bekk

4.       Brynjar Haraldsson 5. bekk

B-sveit:

      1.       Birgir Logi Steinþórsson 4. bekk

      2.       Baltasar Máni Wedholm 4. bekk

      3.       Sævar Breki Snorrason 5. bekk

  4.       Róbert Elís Hlynsson 2. bekk

5.    Árni Benediktsson 1. bekk

Jólaafmælisgleði

IMG 5282

Í dag 11.desember var skemmtun í salnum í tilefni jóla og afmælishátíðar Ölduselsskóla.
Ævar vísindamaður mætti á svæðið og skemmti börnunum og einnig voru tónlistar- og leikatriði frá nemendum skólans.
Myndir má sjá HÉR

Jólakortasamkeppni

jolakortasamkeppni

 

Við í Ölduselsskóla erum farin af stað með jólakortasamkeppni.  Nemendur teikna fallegt jólakort í stærðinni A5 og myndin sem verður valin besta myndin í samkeppninni mun prýða netútgáfu jólakorts Ölduselsskóla. 
Dómarar í keppninni verða skólastjóri, myndmenntakennarar, og þrír nemendur einn af hverju stigi og kemur vinningshafinn í ljós 10. desember.  Smile

1.des - fullveldisdagurinn

Nemendur og starfsfólk Ölduselsskóla komu saman á sal í morgun í tilefni þess að í dag er 1.desember, fullveldisdagur okkar Íslendinga.  Sungin voru tvö lög, "Ísland er land þitt" og "Ferðalok".  Svo fengum við góða heimsókn frá honum Ása okkar sem var leiklistarkennari hér í fyrra (Ásmundur Geir Logason) og söng og trallaði með krökkunum við mikla kátínu og kunnum við honum þakkir fyrir.  Nokkrar myndir eru HÉR

 

Smá fróðleikur um fullveldisdaginn 1. desember.

Líklega er erfitt fyrir íslensk börn að hugsa sér að við Íslendingar höfum einhvern tíma haft kóng í stað forseta. Þó eru ekki nema tæp 60 ár síðan við yfirgáfum danska kóngsríkið sem við höfðum tilheyrt síðan á 14. öld. Þetta gerðist árið 1944 þegar við stofnuðum lýðveldi hér á landi og kusum okkur forseta í fyrsta sinn. En þá höfðum við verið „frjálst og fullvalda ríki“ í rúm 25 ár. Íslendingar fengu nefnilega að mestu leyti sjálfstæði frá Dönum 1. desember árið 1918. Sjálfstæðisbarátta okkar hafði þá staðið síðan snemma á 19. öld.  
Frekari fróðleik má finna hér hér: http://vefir.nams.is/fullveldi/eldra.htm

Þemadagar í unglingadeild

004 595

Dagana 26. og 27. nóvember voru þemadagar í unglingadeild þar sem nemendur unnu verkefni tengd umhverfi og náttúru. Nemendur í 8. 9. og 10. bekk unnu saman á  stöðvum og voru verkefnin af ýmsum toga en hver nemandi valdi sér eina stöð hvorn daginn. Á stöðvunum var margt í boði þar sem nemendur kynntu sér orkunýtingu eða auðlindir hafsins, aðrir gerðu tilraunir með eldgos eða fóru í heimsókn á Veðurstofu Íslands þar sem þeir fengu fræðslu um gróðurhúsaáhrif. Á einni stöðinni ímynduðu nemendur sér búsetu á Mars, á  annarri voru réttarhöld yfir íbúum jarðarinnar vegna mengunar og hópur nemanda fór í ratleik um Breiðholtið. Þemadagarnir tókust vel og voru góð viðbót við daglegt skólastarf. 

Sjá myndir hér

Jólaföndur foreldrafélagsins

IMG 20141125 0001

 

Skoða greinasafn

PrentaNetfang