Laugardagurinn 01. nóvember

 

Göngum í skólann - úrslit

IMG 4911 595
Hér eru niðurstöður úr talningu okkar hversu stórt hlutfall nemenda koma gangandi eða hjólandi í skólann í átaksverkefninu Göngum í skólann.
Rúmlega 86% nemenda í Ölduselsskóla komu að meðaltali gangandi eða hjólandi í skólann á meðan átakinu stóð. Til samanburðar þá var meðaltalið 2013 87,4%. Sá árgangur sem náði bestum árangri að þessu sinni er 5. bekkur.  Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn en 97% þeirra kom gangandi eða hjólandi þessa daga sem mælt var. Fengu þau ávaxtaveislu að launum og leyndi sér ekki gleði nemenda.  Til hamingju 5.bekkur Smile
Hér má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni.

Bangsadagur

Bangsi2

Alþjóðlegi bangsadagurinn var haldinn  hátíðlegur víða um heim, í gær mánudaginn 27.október Bangsadagurinn fellur ár hvert á fæðingardag Theodore "Teddy" Roosevelt, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.  Nokkrir krakkar í 1. bekk létu það ekkert fram hjá sér fara og buðu böngsunum sínum með í skólann :) Nokkrar myndir má sjá  HÉR

5. bekkur í Norræna húsinu

105 0752

 

Fimmtudaginn 23.október fór 5.bekkur á sýninguna Páfugl úti í mýri sem er í Norræna húsinu. 

Sýningin er hluti af alþjóðlegri barnabókmenntahátíð sem fram fór fyrr í október. Þar er brugðið á leik með hinum ýmsu bókum og ævintýrum. Börnunum var skipt á stöðvar og áttu að vinna verkefni. Á einni stöðinni átti að teikna og skrifa um tilfinningar og á annarri átti að stíga út fyrir þægindarammann og stíga á svið í einstaklingsáskorun.  

Allir skemmtu sér vel og voru sínum skóla til sóma.

Myndir frá 5.IK má sjá hér.
Myndir frá 5.DK má sjá hér.

 

 

Tapað - fundið

oskilamunir

Hlutirnir á þessari mynd eru í óskilum á skrifstofu Ölduselsskóla, ef þú kannast við þessa hluti, endilega hafðu samband við skrifstofu skólans, 411-7470

5. bekkur í húsdýragarðinum

WP 001279

Á dögunum fóru 5.bekkingar í Fjölskyldu og húsdýragarðinn til að fræðast um líf í sjó og vötnum.

Börnin fengu að halda á hinum ýmsu kvikindum sjávar og fylgjast með þegar selunum var gefið.

Einn nemandinn spurði að því hvaðan starfsfólkið fengi síldina… hvort hún fengist nokkuð í Bónus.

Í lokin fékk hópur að fara „á ströndina“ eins og það var orðað, en þau fengu að fara inn á svæði selanna.

Góður dagur og frábær börn!

 

Sjá myndir hér frá 5.IK
Sjá myndir hér frá 5.DK

Skemmtun á sal 15.október

IMG 4802

 

Þann 15.október, var  haldin skemmtun á sal í tilefni afmælisárs Ölduselsskóla, fjölmörg skemmtiatriði voru á boðstólnum, t.d kom Einar Mikael töframaður ásamt Viktoríu aðstoðarkonu sinni, vakti það mikla hrifningu nemenda.
Einnig stigu nemendur á svið og sýndu listir sínar sem sjá má á myndunum í myndasafni.
Þess má einnig geta að bleikur dagur var í skólanum í dag og mættu langflestir nemendur og starfsfólk í einhverju bleiku eða með eitthvað bleikt í tilefni af bleikum október.  Sjá myndir HÉR

Vetrarfrí

s

Kæru foreldrar/forráðamenn.
Samkvæmt skóladagatali er vetrarfrí í Ölduselsskóla 17.– 21. október. (föstudag, mánudag og þriðjudag).
Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 22. Október samkvæmt stundaskrá.
Einnig er vetrarfrí í Vinaheimum og engin starfsemi þar þessa sömu daga.

Göngum í skólann

 

IMG 4748

Í dag, mánudaginn 6. október, hófst átaksverkefnið, "Göngum í skólann". 

Verkefnið byrjaði á sal þar sem Börkur skólastjóri talaði við börnin og fræddi þau um hvers vegna við tökum þátt í þessu átaksverkefni.  
Góður gestur heimsótti okkur, sjálfur íþróttaálfurinn í Latabæ og hitaði upp með krökkunum og tóku þau vel undir eins og sjá má á myndunum. Í framhaldinu fóru allir nemendur í skipulagðar gönguferðir undir stjórn umsjónarkennara þar sem eldri nemendur leiddu yngri nemendur um hverfið. 
Myndir frá deginum má sjá HÉR


Allt um verkefnið má svo lesa hér: http://www.gongumiskolann.is/framkvaemd/

Norræna skólahlaupið

105 0754

Norræna skólahlaupið.
Þessa dagana fer fram Norræna skólahlaupið í flestum grunnskólnum landsins, Ölduselsskóli er þar engin undantekning.  HÉR eru myndir sem voru teknar þegar 7. bekkur var að hlaupa í morgun Smile
Sjá nánar um Norræna skólahlaupið: http://isi.is/fraedsla/norraena-skolahlaupid/

Forvarnardagurinn

Í dag 29. september var haldinn blaðamannafundur í Ölduselsskóla vegna Forvarnardagsins 2014 sem verður miðvikudaginn 1. október.
Forvarnardagurinn er haldinn á hverju ári og taka nemendur í 9. bekk þátt í verkefninu. Á fundinum var frumsýnt myndband sem notað verður við fræðslu á forvarnardeginum um land allt.

Til fundarins mættu forseti íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson og forsetafrúin Dorrit Moussaieff, Dagur B Eggertsson borgarstjóri ásamt föruneyti og fulltrúum þeirra aðila sem að verkefninu standa.

Nemendur í 4. bekk tóku á móti gestum með fánaborg og sungu skólasöng Ölduselsskóla fyrir gesti. Þá tóku fulltrúar nemenda í 9. bekk þátt í fundinum. Þetta var góð stund og stóðu nemendur skólans sig með miklum sóma.

IMG 4711

 

Skoða greinasafn

PrentaNetfang