Nýjustu fréttirnar

 • Kæru nemendur og foreldrar.

  Ölduselsskóli verður settur í 39. sinn föstudaginn 22. ágúst næstkomandi á sal skólans. Nemendur mæta þann dag sem hér segir:

  • 1. - 4.  bekkur kl. 09.00


  • 5. -.7.  bekkur kl. 10.00


  • 8. -10. bekkur kl. 11.00  Nánar...
 • kleppurTveir hópar úr valgreininni starfskynningar fóru í heimsókn á Klepp í vetur og fengu frábæra kynningu á starfsemi Kleppsspítala, geðsjúkdómum og forvörnum. Það var móðir nemanda í 10.bekk sem bauð nemendum í þessa góðu heimsókn en hún starfar á öryggisdeild spítalans sem sjúkraliði.

  Nánar...
 • Nemendaverdlaun12Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur voru afhent í Fellaskóla 26. maí.

  Hverjum grunnskóla í borginni gefst kostur á að tilnefna einn nemanda sem sem hefur á einhvern máta skarað fram úr í námi, félagstörfum eða á annan hátt lagt gott til skólastarfsins.

  Nánar...
 • reyklausNýlega fór fram útdráttur vinninga í verkefninu Reyklaus bekkur sem er á vegum Landlæknisembættisins sem við höfum verið að taka þátt í. Við í 8.GRG vorum svo heppinn að vinna gjafabréf í vinning að verðmæti 2.500.- frá Skífunni.

 • menningarmot
  5. bekkur í Ölduselsskóla hélt menningarmót föstudaginn 9. maí. Menningarmót er verkefni sem kennarar vinna í samvinnu við verkefnastjóra fjölmenningar á Borgarbókasafninu.

  Nánar...
 • Myndir maí 2014 056

  Flottur hópur nemenda í 1-5. bekk Ölduselsskóla tók þátt í uppskeruhátíð í skák sem var haldin 7. maí undir stjórn Björns Ívars Karlssonar, skákþjálfara frá Skákakademíunni, en hann hefur verið með vikulegar æfingar fyrir þennan aldurshóp í vetur. 18 nemendur kepptu á stuttu móti, en meistaramót skólans var haldið jafnhliða og margir sterkir skákmenn skólans í yngstu bekkjunum kepptu á þeim vettvangi.

  Nánar...
 • utistaerdfraedi
  Nemendur í 5. bekk unnu verkefni stærðfræðinnar úti í góða veðrinu um daginn. Nemendur bjuggu til mynstur með hliðrun og speglun og unnu verkefni tengd tíma- og vegalengd.

 • 100 2051
  Nemendur í 5. bekk fóru að sjá leiksýninguna „Hamlet litli“ í Borgarleikhúsinu. Leiksýningin er byggð á einu frægasta leikverki allra tíma eftir eitt frægasta leikskáld allra tíma þ.e. „Hamlet“ eftir Shakespeare.

  Nánar...
 • mynd1

  Dagana 2. og 3. apríl voru þemadagar um hollustu og heilbrigði á miðstigi. Hefðbundið skólastarf vék fyrir þema þar sem nemendur fengu fræðilega fyrirlestra og unnu að fjölbreyttum verkefnum. Nokkrir gestir komu í skólann til að kynna fyrir nemendum ýmislegt í tengslum við þemað.

  Nánar...

Nemendafréttir

 • nemarEkki alls fyrir löngu voru fimm kennaranemar í skólanum og króaði fréttamaður þær stöllur Dóru Björk og Völu af og ræddi við þær um kennaranámið, ástæðu þess að vera í vettvangsnámi í Ölduselsskóla og margt fleira.

  Nánar...
 • VR

  Þann 26.mars fengu nemendur í starfkynningahóp heimsókn frá VR. Gurrý sem vinnur hjá VR fræddi nemendur um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Mikil umræða skapaðist um lágmarkslaun, veikindadaga, matar-og kaffitíma og fleira.

  Nánar...
 • IMG 7390
  Vissir þú að Ólafur Darri leikari hafði verið öll sín grunnskólaár í Ölduselsskóla? Hann var formaður nemendaráðsins og var mikið í félagslífinu. Í dag hefur hann náð langt í leiklistinni og er orðinn víðfrægur. Fréttamaður settist niður með honum í sal skólans og fékk að taka „stutt viðtal“ , sem breyttist næstum því í ævisögu.

  Nánar...
 • SkolinnÞá er vetrafríið búið og skólinn byrjaður aftur! Ný önn er byrjuð og fullt af prófum og verkefnum sem á eftir að takast á við. Flestum finnst æðislegt að fá frí frá skólanum, sem maður skilur fullkomlega! Þegar það er skóli þarf maður að vakna snemma, gera sig til, fara í skólann, læra og stressast yfir verkefnum og prófum! Ekki sérlega skemmtilegt ef þú spyrð mig…

  Nánar...
 • skaksveitMánudaginn 10. febrúar var Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák. Ölduselsskóli sendi inn tvær skáksveitir sem stóðu sig frábærlega.

  Nánar...
 • uti lasertag 11 smallFyrir stuttu var í skólanum lazer tag þökk sé Skemmtigarðinum og þetta lazer tag var ekki eins og í Smáralindinni með pistólur og vesti, heldur var þetta eins og í Grafarvoginum með stórum byssum og léttum höfuðböndum. Engu að síður var þetta betra en í Grafarvoginum vegna þess að það er úti enn þetta var inni með öll ljósinn slökt og við þekkjum Ölduselsskóla flest inn og út þannig að skemmtanagildið jókst til muna.

  Nánar...
 • marel
  Þann 22.janúar fór starfskynningarhópur skólans í skoðunarferð í Marel. Þar voru Helgi og Saga sem kynntu fyrir okkur Marel og sýndu okkur við hvað starfsmenn í Marel vinna.

  Nánar...
 • smile
  Þetta ár, 2014 lofa ég því að skrifa niður nýársheitin mín... Í tölvuna mína að sjálfsögðu. Hér koma 6 af þeim sem mér datt í hug.

  Nánar...
 • herabjork

  Hera Björk Þórhallsdóttir er söngkona og kaupmaður við Laugaveginn. Hún ólst upp í Breiðholtinu og gekk í Ölduselsskóla. Hún hefur náð frábærum árangri með söng sínum bæði hérlendis og erlendis meðal annars í Eurovision og í stórri söngvakeppni í Chile, þangað sem hún hyggst flytja með fjölskyldu sinni. Ég tók viðtal við Heru Björk um ferilinn hennar og framtíðina.

  Nánar...

Nýlegar myndir

Skóladagatal

Þr Mi Fi La Su
123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

Valáfangar 2014-15

Opinhusframhaldskola

Skólavinir

skolavinir13

Kristín Helga, Aron Fannar, Kacper og Elísabet Ósk

Nemendaráð - tilkynningar

Bingó

3. apríl

Kl. 18:00