Sunnudagurinn 01. mars
 • 105_0940
 • 105_0941
 • 105_0942
 • 105_0943
 • 105_0944
 • 105_0945
 • 105_0946
 • 105_0947
 • 105_0948
 • 105_0949
 • 105_0950
 • 105_0951
 • 105_0952
 • 105_0953
 • 105_0954
 • 105_0955
 • 105_0956
 • 105_0957
 • 105_0958
 • 105_0959
 • 105_0960
 • 105_0961
 • IMG_5526
 • IMG_5527
 • IMG_5536
 • IMG_5537
 • IMG_5539
 • IMG_5540
 • IMG_5543
 • IMG_5544
 • IMG_5545
 • IMG_5546
 • IMG_5547
 • IMG_5548
 • IMG_5549
 • IMG_5550
 • IMG_5551
 • IMG_5552
 • IMG_5553
 • IMG_5554
 • IMG_5562
 • IMG_5563
 • IMG_5564
 • IMG_5565
 • IMG_5566
 • IMG_5567
 • IMG_5568
 • IMG_5569
 • IMG_5570
 • IMG_5571
 • IMG_5572
 • IMG_5573
 • IMG_5574
 • IMG_5575
 • IMG_5576
 • IMG_5577
 • IMG_5578
 • IMG_5579
 • IMG_5580
 • IMG_5581
 • IMG_5582
 • IMG_5583
 • IMG_5584
 • IMG_5585
 • IMG_5586
 • IMG_5587
 • IMG_5588
 • IMG_5589
 • IMG_5590
 • IMG_5591
 • IMG_5592
 • IMG_5593
 • IMG_5594
 • IMG_5600
 • IMG_5601
 • IMG_5602
 • IMG_5603
 • IMG_5606
 • IMG_5607
 • IMG_5608
 • IMG_5609
 • IMG_5610
 • IMG_5611
 • IMG_5612
 • IMG_5613
 • IMG_5615
 • IMG_5616
 • IMG_5617
 • IMG_5618
 • IMG_5619
 • IMG_5620
 • IMG_5621
 • IMG_5622
 • IMG_5623
 • IMG_5624
 • IMG_5625
 • IMG_5626
 • IMG_5627
 • IMG_5628
 • IMG_5629
 • IMG_5630
 • IMG_5631
 • IMG_5635
 • IMG_5636
 • IMG_5637
 • IMG_5638
 • IMG_5639
 • IMG_5640
 • IMG_5641
 • IMG_5642
 • IMG_5643
 • IMG_5644
 • IMG_5646
 • IMG_5647
 • IMG_5648
 • IMG_5652
 • IMG_5654
 • IMG_5656
 • IMG_5657
 • IMG_5658
 • IMG_5670
 • IMG_5671
 • IMG_5672
 • IMG_5673
 • IMG_5674
 • IMG_5675
 • IMG_5676
 • IMG_5677

 

Verðlaunamynd í stuttmyndagerð

IMG 6828 2

Af hverju ekki?
Verðlaunamynd á stuttmyndahátíð

Í vetur hafa nemendur í 9. bekk í grunnskólunum í Breiðholti verið að vinna að stuttmyndum í íslensku. Nemendur fengu þjálfun í að skrifa eigið handrit og í heimsókn komu sérfræðingar í myndvinnslu og fræddu þá um ýmislegt sem snýr að uppbyggingu handrita, myndatöku og úrvinnslu áður en í upptökur var ráðist. Afrakstur 9. bekkinga í Ölduselsskóla voru 11 stuttmyndir ásamt „trailerum“. Þrjár þessara mynda komust í úrslit á stuttmyndahátíð sem var haldin í Álfabakka þann 12. febrúar þar sem bestu myndir skólanna voru valdar og verðlaun veitt fyrir bestu mynd keppninnar. Það voru fjórar stúlkur úr Ölduselsskóla sem báru sigur úr býtum, þær Katla Björk Gunnarsdóttir, Ólöf Erla Jónsdóttir, Silja Dögg Helgadóttir og Rut Sigurðardóttir með myndina Af hverju ekki?  Það var mat dómnefndar að mynd þeirra hafi haft það sem einkennir góða stuttmynd, flottan boðskap, góða hljóðvinnslu,frábæra myndatöku og og góðan leik. Við óskum stelpunum innilega til hamingju.

IMG 6813 2

Vetrarfrí Ölduselsskóla

vetrarfri

Kæru foreldrar/forráðamenn.
Samkvæmt skóladagatali verður vetrarfrí í Ölduselsskóla  19.- 20. febrúar  næstkomandi.
Engin kennsla verður þessa tvo daga, fimmtudag og föstudag. 
Vinaheimar verða einnig lokaðir.
Kennsla hefst aftur mánudaginn 23. febrúar samkvæmt stundaskrá.

Dear Parents / Guardians.
According to the school calendar, winter break in Ölduselsskóli will be February 19th and February 20th.
School will be closed on those two days, Thursday and Friday.
Vinaheimar will be closed too.
Teaching begins again on Monday, February 23rd, according to the school schedule.

Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur

Á næsta leyti eru bolludagur, sprengidagur og öskudagur.  Hér má líta smá fróðleik um þá :)

Bolludagur er mánudaginn 16. febrúar.
bolludagur

Bolludagur er á mánudegi. Orðið Bolludagur sést ekki notað í samtímaheimildum hér á landi fyrir aldamótin 1900. Hins vegar finnst orðið „bolluvendir" í auglýsingu frá árinu 1913 og upp frá því fer orðið „bolludagur" að festast í sessi.  Segja má að bolludagur hafi fengið opinbera staðfestingu þegar orðið birtist í Almanaki Þjóðvinafélagsins 1967.  Samsvarandi dagur er ekki til í Norðurlöndum.
Gömul venja er að börn fái pappírsvönd,- bolluvönd í öllum regnbogans litum (eða hríslu) og gangi í hús nágranna og flengi þá í rúminu. Það barn var efnilegast sem flengdi flesta. Í laun fékk barnið bollur. Börnin fóru með þulur eða romsur þegar þau flengdu og komu orðin flengja, bolla , vakna yfirleitt fyrir í romsunum. Stundum voru taldar upp kökutegundir samanber er gömul reykvísk romsa:

 

„Tvíbaka, bolla, kringla, krans, Þetta gefur hún Imba Brands öllum sínum krakkafans."  Einng var sagt: „Bolla, bolla flengibolla".

 

Bollubakstur og bolluát festist fyrst í sessi í Reykjavík en breiddist smám saman út í kaupstaði á landsbyggðinni, síðast til sveita. Sum staðar voru steiktir „ástarpungar" í stað bolla.


Sprengidagur er þriðjudaginn 17. febrúar.
saltkjotogbaunir 2

Sprengidagur er þriðjudagurinn í sömu viku. Líklegt er að kjötátið sem tengist þessum degi eigi rætur að rekja til katólsku. Fasta katólskra byrjar einmitt daginn eftir og þá borða þeir ekki kjöt svo sem kunnugt er. Íslenska heitið, sprengidagur, er þekkt frá átjándu öld. Það tengist sjálfsagt kappsfullu áti í huga margra en líklegt er að sú hugmynd sé alþýðuskýring. Hitt er líklegra að nafnið beri að rekja til þeirrar katólsku venju að stökkva vatni á kirkjugesti þennan dag. Dagar sem slíkur siður fylgir heita á þýsku "Sprengtag" og hefði það heiti getað borist til Íslands með þýskum biskupum eða kaupmönnum á síðmiðöldum.

 

Öskudagur er miðvikudaginn 18. febrúar
Oskudagspokar

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars, sem segir okkur að öskudagurinn í ár (5. mars 2003) er seint á ferðinni. Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sums staðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta, og til þess notaður jafnvel sérstakur vöndur.

Foreldrakönnun 2015 - niðurstöður.

Á samtalsdegi um annaskil þann 20. janúar sl. voru foreldrar beðnir um að svara stuttri könnun um ýmsa þætti sem varða skólastarfið í Ölduselskóla.

Helstu niðurstöður eru að almennt eru foreldrar ánægðir með skólann, það starf sem hér er unnið og aðstöðu til náms. Opinn foreldradagur í október fær jákvæðar undirtektir.

Við viljum þakka þeim foreldrum sem svöruðu könnuninni fyrir þeirra framlag. Niðurstöður könnunarinnar verða rýndar af matshópi skólans og munu nýtast til að gera okkar góða skólastarf enn betra.

Niðurstöðurnar í heild má nálgast hér.

Þorrinn og skemmtun á sal.

IMG 5486

 

Síðastliðinn föstudag var bóndadagur og þorrinn gekk í garð.  Gerðum við í Ölduselsskóla þennan dag eins þjóðlegan og kostur var á, nemendur og starfsfólk var hvatt til að koma í lopapeysu eða einhverju þjóðlegu, skemmtun var á sal þar sem þorralög voru sungin ásamt fleiru.  Gunnar kokkur og starfsfólkið í eldhúsinu buðu upp á þorramat við mis mikla hrifningu nemenda :) Sjá myndir HÉR

 

 

 

Föstudaginn 30. janúar var skemmtun á sal á vegum afmælisnefndar skólans, komu nemendur fram og spiluðu og sungu og einnig kom hún Helga Sæunn Þorkelsdóttir og söng tvö lög en hún er fyrrverandi nemandi skólans.  Sjá myndir frá skemmtuninni hér

Bóndadagur og þorrinn

Þorri er nafnið á fjórða mánuði vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á laugardegi áður en góa tekur við. Sá laugardagur er nefndur þorraþræll.

 

thorramatur

 

 

Fyrsti dagur í þorra er kallaður bóndadagur og þekkist það nafn frá því á miðri 19. öld. Þann dag á húsmóðir að gera vel við bónda sinn í mat.

 

Nánari fræðslu um Þorrann má sjá á vísindavefnum: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=58509

Starfsdagur og annarskil

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Samkvæmt skóladagatali er starfsdagur í Ölduselsskóla mánudaginn 19. janúar, enginn skóli verður þann dag.
Þriðjudaginn 20. janúar verður foreldradagur.  
Nemendur koma þá með foreldrum sínum í viðtal hjá kennara á þeim tíma sem valinn var í Mentor.

Kennsla hefst aftur samkvæmt skóladagatali miðvikudaginn 21. janúar.


 


Dear Parents / Guardians.

According to the school calendar , next Monday, January 19th  is an organization day in Ölduselsskóli. And there will be no teaching that day.  School will be closed.

Thusday 20th january is an interwiew day for parents and students.  There will be no lessons that day.
Students will then come with their parents for an interview with the teacher, as scheduled in Mentor.

Teaching begins again on Wednesday January 21st  according to schedule.Fimmtudagsfræðslan

Fimmtudagsfræðslan

Opin fræðsla fyrir foreldra í Breiðholti annan hvorn fimmtudag.

Þjónustumiðstöð Breiðholts í samvinnu við Menntun Núna og Menningarmiðstöð Gerðubergs.

Ágætu foreldrar.

Hafið þið áhuga á að kynna ykkur styðjandi og árangursríkar leiðir í uppeldi? Er erfitt að fá börnin í háttinn á kvöldin, til að vakna á morgnana eða að læra heima?

Guðný Júlía Gústafsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafar frá Þjónustumiðstöð Breiðholts kynna styðjandi leiðir og aðferðir og kynna PMTO foreldranámskeið í Gerðubergi fimmtudaginn 15. janúar kl. 17.00-18.30. Boðið er upp á afþreyingu fyrir börnin á bókasafni á meðan á fræðslunni stendur.

brh

Fræknir skákmenn í Ölduselsskóla

OVD1

Laugardaginn 10. janúar dag tryggði Óskar Víkingur Davíðsson, nemandi í 4. bekk Ölduselsskóla, sér sigur á æsispennandi Íslandsmóti barna.
Stefán Orri, bróðir hans og nemandi í 3. bekk, sigraði einnig í sínum aldursflokki og varð í 4. sæti á heildarmótinu.
Fleiri drengir úr skólanum tóku þátt; Baltasar Máni 4. bekk lenti í 9. sæti, Brynjar Haraldsson 5. bekk í því 14. og Birgir Logi 4. bekk í 20.

ÓskarVíkingur mun síðar á árinu verða fulltrúi Íslands á Norðurlandamóti í skólaskák.

Frétt um mótið er hér: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1575834/

OVD

Gjafir til skólans

skjar

Á árinu 2014 hafa skólanum borist tvær veglegar peningagjafir. Annars vegar er um að ræða  gjöf frá Steingrími og Bergnýju sem þakklætisvott vegna veru barna þeirra í Ölduselsskóla. Gjöfina afhentu þau þegar yngsta dóttir þeirra, Vala, útskrifaðist úr 10. bekk síðastliðið vor. Hinsvegar er gjöf frá Seljakirkjusókn sem gefin var skólanum við stafslok séra Valgeirs Ástráðssonar að hans ósk.

Við þökkum þessar veglegu gjafir.  Þær gerðu okkur mögulegt að kaupa tvo upplýsingaskjái sem er ætlað að miðla upplýsingum um ýmislegt er varðar daglegt starf í skólanum til nemenda og starfsfólks.  Annar skjárinn er staðsettur  við sal skólans og hinn á kaffistofu starfsfólks.

Það er von okkar að þessir skjáir verði til að bæta enn upplýsingaflæði í skólanum, okkur öllum til gagns og vonandi líka gamans.

Við þökkum enn og aftur þessar veglegu gjafir og hlýjan hug í garð skólans.

 

Skoða greinasafn

PrentaNetfang