skoladagatal 2

mentor2

myndasafn 1

vefpostur 1

leyfi

Fréttir frá Ítalíu

Fréttir frá Ítalíu

Á sunnudaginn héldu 5 nemendur úr 8. bekk ásamt þremur kennurum til Ítalíu í Erasmus+ verkefni sem Ölduselsskóli er þáttakandi í.  (http://olduselsskoli.is/greinasafn/1350-nemendur-til-italiu)

Það gengur mjög vel hjá þeim, full dagskrá alla daga.  Eru hjá yndislegum fjölskyldum og hafa eignast vini.  
Sjá nokkrar myndir

Lesa meira >>


Opinn foreldradagur föstudaginn 24.mars 2017

1. bekkur  Opið hús 8:30 - 9:30.  Kl 8:30 stofa 29 – kl 9:10 íþróttir
2. bekkur  Opið hús - frestast um eina viku.
3. bekkur  Opið hús verður í maí hjá 3. bekk í tengslum við menningarmót
4. bekkur  Opið hús 8:30 - 9:50.  Stofur 23 og 24.
5. bekkur  Opið hús 8:30 - 9:50.  Stofur 6 og 8
6. bekkur  Opið hús 10:10 - 12:20.  Kl. 10:10 verk- og list.  Kl 11:20-12:20 stofur 2 og 3
7. bekkur  Opið hús 8:10 – 8:50.  Hátíðarsalur.
8. bekkur  Kl 8:10 - 9:50   8:10-9:10 verk og list, textíl, smíði, heimilisfr. kl 9:10-9:50 íslenska st 13 og 15
9. bekkur  Kl. 8.30 – 9. 50  Samfélagsfræði og náttúrugreinar stofur 9, 11 og 21
10. bekkur Kl. 8:10 – 9:10  Lífsleikni stofur 15 og 16 - kl. 9. 10 – 9. 50 – Enska og danska stofur 16 og 12

Lesa meira >>


Nemendur í 8. bekk til Ítalíu á vegum Erasmus+

Nemendur í 8. bekk til Ítalíu á vegum Erasmus+

Ölduselsskóli er þátttakandi í Erasmus+ verkefninu Move together in a healthy European way. Markmið verkefnisins er að tengja hreyfingu og heilsu inn í kennslu og nýta nærumhverfið til frekari hreyfingar. Þátttökulöndin eru Frakkland, Ísland,  Ítalía,  Pólland og Ungverjaland og vinna kennarar og nemendur þessara þjóða verkefnið í sameiningu. Verkefnið felst meðal annars í því að safna saman ýmsum leikjum landanna og kynna fyrir öðrum, kynna okkur matarvenjur hverrar þjóðar ásamt því að útbúa kort af um 5 kílómetra göngu um hverfið og safna sögulegum og áhugaverðum upplýsingum á leiðinni.

Lesa meira >>


Íslandsmót í skák

Íslandsmót í skák

Íslandsmót barnaskólasveita í skák fór fram í Grunnskólanum í Grindavík laugardaginn 11. mars síðastliðinn. Mótið er ekki bara Íslandsmót heldur líka mikilvæg undankeppni, en efstu tvö sætin á mótinu í ár gáfu þátttökurétt á Norðurlandamót barnaskólasveita í skák sem fram fer í haust. Þátttakendur voru flestir af höfuðborgarsvæðinu en þó var einnig töluvert af skáksveitum úr grunnskólunum af Suðurnesjunum. Strákarnir okkar úr Ölduselsskóla eru orðnir reynslumiklir í skákinni og voru taldir, fyrir mótið, eiga góða möguleika á því að blanda sér í toppbaráttuna.

Lesa meira >>


Upplestrarkeppnin 7. bekk 2017

Upplestrarkeppnin 7. bekk 2017

Í dag, miðvikudaginn 8. mars, var haldin upplestrarkeppni hér í Ölduselsskóla, þar sem við völdum fulltrúa á Stóru upplestrarkeppnina sem verður haldin að viku liðinni.  Keppendur stóðu sig mjög vel og var verkefni dómnefndar mjög erfitt.  

Lesa meira >>

Fréttasafn

Prenta | Senda grein

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann

Heilsueflandi Breiðholt


Capture