Nýjustu fréttirnar

 • mynd1

  Dagana 2. og 3. apríl voru þemadagar um hollustu og heilbrigði á miðstigi. Hefðbundið skólastarf vék fyrir þema þar sem nemendur fengu fræðilega fyrirlestra og unnu að fjölbreyttum verkefnum. Nokkrir gestir komu í skólann til að kynna fyrir nemendum ýmislegt í tengslum við þemað.

  Nánar...
 • Skolahreysti

  27.mars tók skólinn þátt í Skólahreysti. Elena í 10.bekk tók þátt í armbeygjum og hreystigreip. Einar Kvaran úr 9.bekk tók upphífingar og dýfur og Iðunn úr 10.bekk og Benóný í 9.bekk fóru í hraðabrautina. Eva Marín og Selma úr 9.bekk voru varamenn.

  Nánar...
 • upplestur

  Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni 2014 - Ölduselsskóli hlutskarpastur.

  Miðvikudaginn 19. mars fóru fram úrslit í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Seljakirkju þar sem tíu nemendur úr grunnskólunum fimm í Breiðholti kepptu til úrslita. Nemendur lásu kafla úr bókinni „Ertu Guð afi?” eftir Þorgrím Þráinsson, ljóð eftir Erlu og ljóð að eigin vali.

  Nánar...
 • Grease1Við höfum ákveðið að bæta við einni sýningu á mánudaginn 10. mars kl. 20:00. Miðasala á skrifstofu skólans frá kl. 15-18 frá mánudegi til fimmtudags. Einnig er hægt að panta miða í s. 411-7470 eða s. 664-8364.


  Hlökkum til að sjá ykkur!

  Ásgrímur Geir Logason, leikstjóri
  Haraldur Reynisson, tónlistarstjórn og tækniumsjón

 • IMG 3216
  Stóra upplestrarkeppnin er fastur liður í skólastarfi Ölduselsskóla. Hún hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og henni lýkur í mars. Markmið upplestrar-keppninnar er að vekja athygli og áhuga nemenda á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin er nú haldin í 17. sinn.

  Nánar...
 • lifshlaupStarfsfólk Ölduselsskóla tók þátt í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins. Við náðum við öðru sæti í mínútum en því þriðja í dagafjöld.

  Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir og Sigrún Siggeirsdóttir tóku við viðurkenningum fyrir hönd starfsfólksins.

 • norraena1 

  9.október tók skólinn þátt í Norræna Skólahlaupinu. Alls tóku 409 nemendur þátt í hlaupinu og hlupu samtals 1870 km eða 4.5 km að meðaltali á hvern nemanda.

  Nánar...
 • skakaefingÞað voru hressir krakkar sem mættu á jólaskákæfingu í Ölduselsskóla þann 18. desember síðastliðinn, en Skákakademían býður nemendum skólans upp á fríar æfingar sem haldnar eru á miðvikudögum kl. 14:30-15:30 í stofu 12.

  Nánar...

Nemendafréttir

 • nemarEkki alls fyrir löngu voru fimm kennaranemar í skólanum og króaði fréttamaður þær stöllur Dóru Björk og Völu af og ræddi við þær um kennaranámið, ástæðu þess að vera í vettvangsnámi í Ölduselsskóla og margt fleira.

  Nánar...
 • VR

  Þann 26.mars fengu nemendur í starfkynningahóp heimsókn frá VR. Gurrý sem vinnur hjá VR fræddi nemendur um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Mikil umræða skapaðist um lágmarkslaun, veikindadaga, matar-og kaffitíma og fleira.

  Nánar...
 • IMG 7390
  Vissir þú að Ólafur Darri leikari hafði verið öll sín grunnskólaár í Ölduselsskóla? Hann var formaður nemendaráðsins og var mikið í félagslífinu. Í dag hefur hann náð langt í leiklistinni og er orðinn víðfrægur. Fréttamaður settist niður með honum í sal skólans og fékk að taka „stutt viðtal“ , sem breyttist næstum því í ævisögu.

  Nánar...
 • SkolinnÞá er vetrafríið búið og skólinn byrjaður aftur! Ný önn er byrjuð og fullt af prófum og verkefnum sem á eftir að takast á við. Flestum finnst æðislegt að fá frí frá skólanum, sem maður skilur fullkomlega! Þegar það er skóli þarf maður að vakna snemma, gera sig til, fara í skólann, læra og stressast yfir verkefnum og prófum! Ekki sérlega skemmtilegt ef þú spyrð mig…

  Nánar...
 • skaksveitMánudaginn 10. febrúar var Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák. Ölduselsskóli sendi inn tvær skáksveitir sem stóðu sig frábærlega.

  Nánar...
 • uti lasertag 11 smallFyrir stuttu var í skólanum lazer tag þökk sé Skemmtigarðinum og þetta lazer tag var ekki eins og í Smáralindinni með pistólur og vesti, heldur var þetta eins og í Grafarvoginum með stórum byssum og léttum höfuðböndum. Engu að síður var þetta betra en í Grafarvoginum vegna þess að það er úti enn þetta var inni með öll ljósinn slökt og við þekkjum Ölduselsskóla flest inn og út þannig að skemmtanagildið jókst til muna.

  Nánar...
 • marel
  Þann 22.janúar fór starfskynningarhópur skólans í skoðunarferð í Marel. Þar voru Helgi og Saga sem kynntu fyrir okkur Marel og sýndu okkur við hvað starfsmenn í Marel vinna.

  Nánar...
 • smile
  Þetta ár, 2014 lofa ég því að skrifa niður nýársheitin mín... Í tölvuna mína að sjálfsögðu. Hér koma 6 af þeim sem mér datt í hug.

  Nánar...
 • herabjork

  Hera Björk Þórhallsdóttir er söngkona og kaupmaður við Laugaveginn. Hún ólst upp í Breiðholtinu og gekk í Ölduselsskóla. Hún hefur náð frábærum árangri með söng sínum bæði hérlendis og erlendis meðal annars í Eurovision og í stórri söngvakeppni í Chile, þangað sem hún hyggst flytja með fjölskyldu sinni. Ég tók viðtal við Heru Björk um ferilinn hennar og framtíðina.

  Nánar...

Nýlegar myndir

Skóladagatal

Þr Mi Fi La Su
123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930

Valáfangar 2014-15

Opinhusframhaldskola

Skólavinir

skolavinir13

Kristín Helga, Aron Fannar, Kacper og Elísabet Ósk

Nemendaráð - tilkynningar

Bingó

3. apríl

Kl. 18:00