Opinn foreldradagur og vetrarfrí

In English below

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Samkvæmt skóladagatali verður opinn foreldradagur miðvikudaginn 19. október næstkomandi.  Þá er engin kennsla en nemendur komi með foreldrum sínum á þeim tímum sem kennarar hafa úthlutað.  Vetrarfrí í skólanum verður fimmtudaginn 20. október, föstudaginn 21. október og mánudaginn 24. október.  Engin kennsla verður þessa daga.  Vinaheimar/Regnboginn veða einnig lokaðir.  Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 25. okt samkvæmt stundaskrá.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Þemadagar í unglingadeild

hb logo litur

Heilsa og hreyfing þemadagar í unglingadeild

Dagana 17. og 18. október unnu nemendur í 8. – 10. bekk að ýmis konar verkefnum tengdum heilsu og hreyfingu. Unnið var þvert á árganga þar sem nemendur völdu sér alls kyns viðfangsefni til að vinna en þau voru ratleikja- og spilagerð,  gerð forvarnamyndbanda, framkvæmd skoðanakannanna, uppskriftir á ýmsum heilsuréttum, dans og tónlist og viðtöl við góðar fyrirmyndir. Þessa daga sökktu nemendur sér í vinnu og á opnum foreldradegi 19. október buðu þeir foreldrum í heimsókn að sjá afraksturinn. Dagarnir voru einstaklega skemmtilegir, nemendur lögðu sig fram og gaman var að sjá hversu margir foreldrar sáu sér fært að koma í heimsókn í skólann.

Prenta | Netfang

Þemadagar í unglingadeild

Mánudaginn 17. október og þriðjudaginn 18. október eru þemadagar í unglingadeild. Nemendur vinna ýmis verkefni tengd heilsu og hreyfingu. Þessa daga mæta allir í skólann kl. 8. 30 og vinna á stöðvum til hádegis. Eftir hádegi er kennsla skv. stundatöflu.

Miðvikudaginn 19. október er opinn foreldradagur og bjóða nemendur foreldrum að koma og sjá afrakstur þemadaganna milli kl. 8. 30 og 10. 30.

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann