Laugardagurinn 30. maí

 

Nemendaverðlaun 2015

palmi2             palmi1

Þriðjudaginn 26. maí voru Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs afhent í Hlíðaskóla en grunnskólar borgarinna velja einn nemanda sinna til þess að hljóta verðlaunin.

Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram við að skara fram úr í námi, í félagsstarfi eða í skapandi starfi. 

Að þessu sinni hlaut Pálmi Jónsson nemandi í 10 bekk verðlaunin í Ölduselsskóla. Pálmi hefur af framúrskarandi áhuga, unnið að uppbyggingu á tæknimálum í samkomusal skólans og verið kennurum og nemendum til aðstoðar við uppsetningu sýninga og samkoma af ýmsum toga.

Samhliða þessu hefur Pálmi lagt sig fram um að sinna námi sínu vel og af metnaði. Hann er glaðlegur, ljúfur og góður í samskiptum og nýtur trausts samnemenda og starfsfólks skólans.

Pálmi er fyrirmyndar einstaklingur og er vel að Nemendaverðlaunum SFS kominn.

Afmælishátíð Ölduselsskóla 40 ára

songur

Þann 20. mai hélt Ölduselsskóli upp á 40 ára afmælið með pompi og prakt. Hátíðin hófst um morguninn kl. 9:30 í hátíðarsal skólans með vígslu á afmælislistaverki sem allir nemendur og starfsmenn tóku þátt í að skapa.  Auk þess prýðir listaverkið tré lífsins sem einn nemandi , Halldóra Björgvinsdóttir í 10. bekk er hönnuður að. Að sjálfsögðu var afmælissöngurinn sunginn og skólasöngurinn til að gera þetta allt sem hátíðlegast.  Lesa meira...

Afmælishátíð Ölduselsskóla

afmaelis

Breiðholtsmótið í skák 2015 - Birnubikarinn

skakmot2

Breiðholtsmótið í skák 2015 - Birnubikarinn fór fram á sal Hólabrekkuskóla sl. miðvikudag.
Sex skáksveitir frá fjórum grunnskólum voru mættar til leiks. Skák er kennd í öllum þessum
skólum, á stundatöflu, sem valfag í unglingadeild eða í skákklúbbi eftir skólatíma. Það er því
mikil skákvirkni í grunnskólum Breiðholts um þessar mundir og ekki skemmir fyrir að hafa
höfuðstöðvar Íslandsmeistaranna í Mjódd en skákfélagið Huginn heldur þar úti öflugri
skákstarfsemi, m.a. eru barna- og unglingaæfingar alla mánudaga.

Birnubikarinn er haldinn til heiðurs Birnu Halldórsdóttur fyrrum skólaliða við
Hólabrekkuskóla. Þegar Birna starfaði í Hólabrekkuskóla stýrði hún skákstarfinu af miklum
myndarbrag. Hún hvatti nemendur til að mæta í skáktíma, útvegaði skólanum skákkennara
og sá um kennslu byrjenda. Minnisstætt er þegar Birna stóð fyrir kökubasar og nýtti allan
ágóðann til að fjárfesta í skákklukkum fyrir skólann en Hólabrekkuskóli er afar vel búinn af
skákbúnaði.
Baráttan um Birnubikarinn stóð milli heimamanna í Hólabrekku og sterkrar
skáksveitar Ölduselsskóla. Að lokum hafði sveit Ölduselsskóla sigur sem kemur ekki á óvart
enda ein sterkasta skólasveitin í skák á landsvísu. Fellaskóli hafði þriðja sætið en sveit skólans
samanstendur af krökkum úr áttunda bekk sem mæta í skákval einu sinni í viku. Auk þessara
sveita mætti sveit frá Breiðholtsskóla og ungir nemendur Hólabrekkuskóla skipuðu svo b og c
sveit skólans.

Heildarúrslit:

1. Ölduselsskóli 18.5v af 20 mögulegum
2. Hólabrekkuskóli a-sveit 16.v
3. Fellaskóli 10.5v
4. Breiðholtsskóli 9.v
5. Hólabrekkuskóli b-sveit 3.5v
6. Hólabrekkuskóli c-sveit  2.5v

Veitt voru verðlaun fyrir bestan árangur á hverju borði. Þau hlutu Heimir Páll Ragnarsson
Hólabrekkuskóla, Mykael Kravchuk Ölduselsskóla, Alex Sigurðarson Ölduselsskóla og Stefán
Orri Davíðsson Ölduselsskóla.            
Skákakademían og Hólabrekkuskóli sáu um framkvæmd mótsins og nutu einnig góðrar aðstoðar
foreldra og annarra velunnra skákstarfs í grunnskólum Breiðholts. Stefnt er að áframhaldandi
samstarfi og keppnum milli grunnskólanna í hverfinu enda þótti mótið heppnast afar vel.

 

skakmot1

 

Stelpur og tækni

stelpur 9bk

Þriðjudaginn 28. apríl tóku stelpur í 9. bekk Ölduselsskóla þátt í „Girls in ITC“ degi sem er haldinn ár hvert víða um Evrópu og er þetta í annað sinn sem Ísland tekur þátt. Markmiðið er að kynna og vekja áhuga stúlkna á tækninámi. Háskólinn í Reykjavík ásamt Ský og Samtökum iðnaðarins stendur að þessum degi hér á landi og er hann styrktur af Framkvæmdarsjóði jafnréttismála.

Farið var í HR um hádegi og heyrðum við fyrst í stelpum sem eru í tækninámi segja frá sinni upplifun. Að því loknu var farið  í vinnusmiðjur þar sem unnið var að mismunandi verkefnum. Að lokum var farið í fyrirtækjaheimsóknir og stelpurnar úr Ölduselsskóla heimsóttu fyrirtækið Tempo sem er hugbúnaðarfyrirtæki. Þar tóku konur úr fyrirtækinu á móti þeim og sögðu frá sínu starfi á meðan stelpurnar gæddu sér á flottum veitingum. Þær fengu að skoða vinnustaðinn og fóru að lokum í skemmtilegan leik sem snerist um samvinnu. Stelpurnar stóðu sig með prýði og höfðu gagn og gaman af og eflaust hefur áhugi einhverra á námi á svið tækninnar vaknað.

Fréttir frá skáksveit Ölduselsskóla

 
olduselsskoli2 1
Síðastliðna helgi, dagana 25. og 26. apríl, fór Íslandsmót barnaskólasveita í skák fram í Rimaskóla í Grafarvogi. Ölduselsskóli tefldi fram ungu og efnilegu liði, sem síðastliðin ár hefur bætt sig mikið. Að þessu sinni var liðið í toppbaráttunni allt mótið og mátti vart á milli sjá hver af sterkustu skákskólunum yrði efstur. Baráttan stóð helst á milli Hörðuvallaskóla, Ölduselsskóla, Rimaskóla og Álfhólsskóla. Að lokum stóð Hörðuvallaskóli uppi sem sigurvegari, eftir frábæra frammistöðu, en Ölduselsskóli þar á eftir, öruggir í 2. sæti. í 3. og 4. sæti voru svo Rimaskóli og Álfhólsskóli. Mikla athygli vakti hvað skáksveit Ölduselsskóla er ung að árum, en keppnin er ætluð nemendum í 1.-7. bekk. Með sömu ástundun og áhuga er ljóst að sveitin getur orðið sú besta á landinu á næstu árum.
 
Liðsmenn skáksveitarinnar voru:
1.       Óskar Víkingur Davíðsson 4. bekk
2.       Mykhaylo Kravchuk 6. bekk
3.       Stefán Orri Davíðsson 3. bekk
4.       Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson 4. bekk
5.       Brynjar Haraldsson 5. bekk
 
olduselsskoli1

Skrúðganga

IMG 5976

Í tilefni af sumardeginum fyrsta og 40 ára afmælishátíðar skólans, var blásið í veislu í Ölduselsskóla.  Farið var í skrúðgöngu, borgarstjóri Reykjavíkur Dagur B. Eggertsson var með okkur í skrúðgöngunni ásamt skólahljómsveit Árbæjar- og Breiðholts.  Veðrið lék við okkur og gekk allt eins vel og á verður kosið.  Eftir skrúðgöngu fengu allir nemendur pylsur og ís á eftir.  
Allir skemmtu sér hið besta.
Fleiri myndir má sjá hér 

Skólahljómsveit í heimsókn

IMG 5956

B-sveit Skólahljómsveitar Árbæjar- og Breiðholts kom í heimsókn í Ölduselsskóla í morgun til 2. 3. og 4. bekkinga, kynntu fyrir þeim hljóðfæri og tóku nokkur lög.  Þökkum við hljómsveitinni kærlega fyrir komuna, virkilega flott hjá þeim.
Sjá fleiri myndir hér

 

Afmælisskrúðganga

Parade130402

Í tilefni af 40 ára afmælis Ölduselsskóla ætlum við að fara í afmælisskrúðgöngu miðvikudaginn 22. apríl 
Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts mun leiða gönguna með gleðitónum og munum við labba stuttan hring og enda við íþróttahús og borða pylsur með tilheyrandi.

Nýtt skóladagatal

 skoladagatal nytt

Sú breyting hefur verið gerð á skóladagatali Ölduselsskóla að vorhátíð sem vera átti 21. maí hefur verið flutt fram um einn dag og verður því 20. maí.
Breytingin hefur verið staðfest í skólaráði skólans.

Börkur Vígþórsson
Skólastjóri Ölduselsskóla

 

Skoða greinasafn

PrentaNetfang

Leit