skoladagatal 2

mentor2

myndasafn 1

vefpostur 1

leyfi

Ölduselsskóli keppir á Norðurlandamóti

Ölduselsskóli keppir á Norðurlandamóti

Norðurlandamót barna- og grunnskólasveita í skák hefst föstudaginn 22 september á Laugum í Sælingsdal og keppir skáksveit Ölduselsskóla meðal barnaskólasveita. Skólaskáksveitir af öllum Norðurlöndunum taka þátt, og meðal þeirra er hin geysisterka sveit Søråshøgda skole frá Noregi, sveit Maria Elementarskola frá Svíþjóð, og sveit Mäntymäen koulu frá Finnlandi. Tvær íslenskar sveitir keppa að þessu sinni þar sem keppnin er haldin á Íslandi, en auk Ölduselsskóla tekur sveit Álfhólsskóla þátt. Fyrstu andstæðingar Ölduselsskóla eru Danir sem koma frá Stengård skole.

Lesa meira >>


Göngum í skólann 2017

Göngum í skólann 2017

Fimmtudaginn 14. september 2017 hófst formlega í Ölduselsskóla alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann.

En verkefninu er ætlað að minna okkur á mikilvægi þess að fara eftir umferðarreglum, draga úr umferð og mengun með því að ganga í stað þess að ferðast með ökutækjum sem brenna bensíni eða olíu. Þá er tilgangurinn að hvetja til heilbrigðra lifnaðarhátta eins og mikilvægi þess að ganga 15 mínútur daglega.
Nemendur komu saman í hátíðarsal skólans, þar sem farið var yfir tilgang verkefnisins, sunginn skólasöngurinn og að lokum stjórnaði Helga Sigmundsdóttir, kennari í 4. bekk, upphitun fyrir gönguna, ásamt þremur nemendum í 7. bekk, þeim Aðalheiði Gná, Helenu Rut og Söru Líf.
Síðan var farið með nemendur gönguferðir í blíðskaparveðri, þar sem 10. bekkur fór í göngu með 5. bekk, 9. bekkur með 4. bekk, 8. bekkur með 3. bekk, 7. bekkur með 2. bekk og 6. bekkur með 1. bekk.

Lesa meira >>


Vatnamælingar - 10. bekkur.

Vatnamælingar - 10. bekkur.

Miðvikudaginn 13.sept fóru 10.bekkir og unnu vatnamælingaverkefni niður við Elliðaár. Unnið var á fjórum stöðvum þar sem eftirfarandi var mælt: breidd milli bakka, meðaldýpt, rennslishraði flots milli stika og hitastig. Nemendur drógu saman tölfræðilegar upplýsingar af nákvæmni (vísindaleg aðferð) og koma til með að vinna úr þeim og leita svara m.a. við því hve mikið vatn rennur á hverri sekúndu um árnar. Stefnt er að samanburðarathugun að vori.
Sjá myndir

Lesa meira >>


Hvalaþema í 6. bekk

Hvalaþema í 6. bekk

Fimmtudaginn 7. september  var 6. bekk boðið í meiriháttar hvalaskoðun á vegum Eldingar. Veðrið var eins og best verður á kosið og sjórinn alveg sléttur, það varð enginn sjóveikur þrátt fyrir 3 klukkutíma siglingu. Minnsti skíðishvalurinn og minnsti tannhvalurinn létu sjá sig. Hrefnan kom mjög nálægt bátnum og heyrðist vel í henni blása, hrefnan var með kálf og syntu þau allt í kringum bátinn. Hnísu er yfirleitt erfitt að sjá því hún er lítil og fellur inn í öldurnar en þar sem gott var í sjóinn sást hún vel. Þetta var einstök upplifun og gaman að fá tækifæri til að sjá hvali í þeirra umhverfi. Og þökkum við þeim í Eldingu fyrir frábæra ferð og þjónustu.

Lesa meira >>


Kynningafundir árganga

Kæru foreldrar/ forráðamenn.

Kynningafundir haustsins verða á næstu dögum. Allir fundirnir byrja á sal með kynningu á innleiðingu uppbyggingarstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar. Foreldrafélag skólans segir frá starfsemi sinni og við fáum stutta heimsókn og kynningu á þeim tómstundum sem í boði eru fyrir börnin í hverfinu. Því næst fara foreldrar/forráðamenn ásamt umsjónarkennurum á svæði árganganna þar sem val á bekkjarfulltrúum fer fram og kynning á starfi og námi í vetur. Tímasetningar má sjá hér fyrir neðan.

2. – 4. bekkur - miðvikudaginn 6. september kl. 8:30 - 9:50 (Nemendur mæta að kynningum loknum).
5. -  7. bekkur - þriðjudaginn 12. september kl. 8:10 - 9:10 (Nemendur í 6. og 7. bekk mæta að kynningum loknum)
8. - 10. bekkur - Föstudaginn 8. september kl. 8:10 - 9:10 (Nemendur mæta að kynningum loknum)

Skólafærninámskeið fyrir foreldra 1. bekkinga verður þriðjudaginn 5. september kl. 17:15 – 20:00

Hlökkum til að eiga stund með ykkur.
Kær kveðja, starfsfólk Ölduselsskóla.

Lesa meira >>

Fréttasafn

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann

Heilsueflandi Breiðholt


Capture