Fréttir

Aðalvalmynd = Fréttir

Febrúar

FG 20. febrúar kl. 16 – 18

FB 26. febrúar kl. 17 – 19

FMOS 28. febrúar kl. 17:00 - 18:30

Mars

MH 1. mars kl 17:00 - 18:30

Borgarholtsskóla 7. mars nk. kl. 16:30 –

MR 10. mars kl. 14 – 16

Kvennaskólanum 12. mars nk. kl. 17 – 18:30

MS 14. mars kl. 17- 19

14. mars kl. 16.30-18.00.

MK 15. mars kl.16.30-18.30

Verzlunarskólanum 15. mars kl.17 – 18.30

Tækniskólanum 15. mars kl. 16.00 – 17.30 á Skólavörðuholti Reykjavík og Flatahrauni 12 í Hafnarfirði

Skrúfudagur verður haldinn hátíðlegur í Tækniskólanum á Háteigsvegi

(Sjómannaskólahúsi) laugardaginn 17. mars kl. 13:00-16:00

Heimsókn í Menntaskólann í Reykjavík Boðið er í heimsókn í MR á miðvikudögum kl.15 eftirfarandi daga: 31. janúar, 7. febrúar, 14. febrúar, 28 febrúar og 7. mars.

Náms- og starfsráðgjafi skólans kynnir nám og nemendur kynna félagslíf skólans. Einnig verður farið í gönguferð um húsnæðið. Heimsóknin tekur um það bil 60 mínútur. Hægt er að taka á móti um það bil 60 manns í hvert skipti þannig að nauðsynlegt er að bóka heimsókn.Hafið samband við skrifstofu skólans í síma 5451900. 

Prenta | Netfang

IMG 0186Í dag, föstudag, er bóndadagur og þorrinn genginn í garð samkvæmt gamla norrænu tímatali (Þorri er nafnið á fjórða mánuði vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á laugardegi áður en Góa tekur við. Sá laugardagur er nefndur þorraþræll) 
Gerðum við í Ölduselsskóla þennan dag eins þjóðlegan og kostur var á, nemendur og starfsfólk var hvatt til að koma í lopapeysu eða einhverju þjóðlegu, skemmtun var á sal þar sem þorralög voru sungin ásamt fleiru.  Boðið var upp á skyr og súrmat. Hægt er að skoða myndir hér.

Prenta | Netfang

Nemendur í 9.bekk hafa verið að skreyta hurðina að stofunni sinni. Þessi mynd er eftir nemendur í 9.JB

Prenta | Netfang

10. bekkur fékk góða heimsókn í gær, fimmtudag. Þá mætti á svæði Elfar Logi Hannesson leikari. Elfar höfðu nemendur hitt vestur í Haukadal í Vestfjarðaferðinni góðu í september. Erindi Elfars sem rekur Kómedíuleikhúsið og hefur um árabil skipulagt einleikjahátíðina Act-alone vestur á fjörðum, var að sýna nemendum einleikinn um Gísla Súrsson. Í Haukadal hafði Elfar sagt nemendum undan og ofan af lífshlaupi Gísla. Frásögnina nýttu nemendur í vinnu sinni um Gísla sögu sem er hluti af íslenskunámi vetrarins. Elfar hefur farið með sýninguna um Gísla Súrsson milli skóla á Íslandi í að minnsta kosti 13 ár og sýningin hér í Ölduselsskóla var númer 322 í röðinni. Hann hefur sýnt sýninguna í meira en 70 skólum á þessum árum og í marga skóla kemur hann á hverju ári til að sýna nemendum 10. bekkjar sýninguna um Gísla súra. Sýningin vakti lukku og Elfar er klár í slaginn þegar næst verður hóað í hann.

Fleiri myndir hægt að sjá hér

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann