Fréttir

Aðalvalmynd = Fréttir

Miðvikudaginn 19. september 2018 hófst formlega í Ölduselsskóla alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann.

Ölduselsskóli er heilsueflandi skóli sem hluti af heilsueflandi Breiðholti og leggjum við áherslu á heilsu og heilbrigði.

Markmið með verkefninu er að auka hreyfingu. Milljónir barna í yfir 40 löndum víðsvegar um heiminn taka þátt í þessu verkefni. Hér á landi eru yfir 70 skólar sem taka þátt á einn eða annan hátt.

Lesa >>

Prenta | Netfang

forsida

Göngum í skólann er alþjóðlegt verkefni þar sem markmið er að “stuðla að vitundarvakningu fyrir virkum ferðamáta og umhverfismálum og það hversu gönguvænt umhverfið er”.

Verkefnið er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Göngum í skólann var sett miðvikudaginn 5. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 10. október.

Þetta er í tólfta sinn sem verkefnið er haldið hér á landi og hefur þátttaka aukist jafnt og þétt.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Skólasetning Ölduselsskóla verður fimmtudaginn 23. ágúst sem hér segir:

Yngsta stig (1.- 4. bekkur) mætir kl 8:30 kennsla hefst beint í kjölfarið á skólasetningu á sal.
Miðstig (5. - 7. bekkur) mætir kl 8:10 kennsla hefst beint í kjölfarið á skólasetningu á sal. 
Unglingastig ( 8. - 10. bekkur) mætir kl 9:00 kennsla hefst kl 10:10 nemendur eru hjá umsjónarkennara fram að frímínútum. Kennsla samkvæmt stundatöflu eftir það

Prenta | Netfang

Engish below....

Kæru foreldrar.
Nú fer senn að líða að nýju skólaári og vona ég að þið hafið notið sumarsins. Nýtt stjórnendateymi hefur tekið til starfa í Ölduselsskóla. Aðalheiður aðstoðarskólastjóri fer í leyfi og Margrét aðstoðarskólastjóri tók við skólastjórastöðu í Réttarholtsskóla. Una Jóhannesdóttir fyrrum deildarstjóri sérkennslu og Elínrós Benediktsdóttir munu verða aðstoðarskólastjórar næsta skólaár. Eygló Guðmundsdóttir mun taka við stöðu deildarstjóra sérkennslu.
Við vekjum athygli á því að Reykjavíkurborg mun skaffa nemendum öll námsgögn sem þau koma til með að nota í skólanum skólaárið 2018 - 2019, þeim að kostnaðarlausu, en nemendur þurfa að eiga skriffæri heima.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Starfsfólk Ölduselsskóla óska ykkur öllum gleðilegs sumars með kærum þökkum fyrir samstarfið í vetur.  Sérstakar þakkir og kveðjur til útskriftarnemenda okkar sem voru að ljúka 10. bekk og til allra þeirra sem eru að hefja skólagöngu í Ölduselsskóla í haust.
Lokað verður vegna sumarleyfa frá 18. júní - 7. ágúst.  
Skrifstofa Ölduselsskóla opnar aftur þriðjudaginn 7. ágúst.  
Hlökkum til að sjá ykkur aftur hress og kát 22. ágúst.  Nánari tímasetningar auglýstar síðar.
Nemendur, verið dugleg að lesa í sumar :)  Image result for lestrarormur clip art

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann